What’s Alan Watching?: The Wire, Season 2 – Við Margrét kláruðum í gær að horfa á seríu númer 2 af The Wire. Sería 1 var alls ekki létt. Ég hef ábyggilega horft á fyrstu 3 þættina í þeirri seríu 3-4 sinnum, en ég gafst alltaf upp. En við ákváðum að horfa á alla seríuna og þættirnir urðu bara betri og betri. Sería 2 er að mínu mati algjörlega frábær. Við gátum ekki beðið eftir því að horfa á næsta þátt. Þetta eru stórkostlegir þættir, sem allir ættu að horfa á.
9 thoughts on “What’s Alan Watching?: The Wire, Season 2”
Comments are closed.
Maður hélt að þessar seríur væri full hypaðar.. þar til maður horfði á The Wire sjálfur. Þeir standi undir hype-inu.
Ef þér fannst sería 2 frábær, bíddu þá eftir síðustu tveimur seríunum. Þær eru meistaraverk.
Dí ég hlakka til!!
Djíses, loksins… 🙂
þetta verður bara betra og betra!
Frábært að heyra. Ég er búinn að panta 3 seríu á Lovefilm.se og get varla beðið.
Sería 2 er almennt talin lökust og sería 4 er almennt talin best. Það er erfitt að byrja en eftir að þú kemst inn í miðja fyrstu seríu verður þetta bara gaman. Og ef þér fannst sería 2 svona skemmtileg áttu eftir að eeeelska 3 og 4.
Ég er bara feginn að þú áttaðir þig loksins. Hélt þú ætlaðir að þrjóskast endalaust við að gefa þessu almennilegan séns. 🙂
Word á Ingva. Besta sjónvarpssería í upphafi held ég.
Sömu framleiðendur eru komnir með nýjn þátt, Treme, sem fjallar um eftirmála Katrina að ég held. Þeir þættir liggja undir sjónvarpinu og bíða mín og ég get ekki beðið að byrja að horfa.
Öfunda ykkur eiginlega af því að eiga bestu seríurnar eftir.
Góð skemmtun er góð skemmtun.
kv, tobs
Sería #4 er klárlega besta sería sem ég hef nokkurn tímann séð í sjónvarpi. Sú næstbesta er líka Wire. Þetta er fáránlega góðir þættir.
Okei, mikið rosalega er gaman að lesa að maður eigi það besta ennþá inni. 🙂