Í morgun keypti ég tvo miða á Green Day, sem munu spila í Globen í Stokkhólmi í október. Það er hreinasta snilld. Ég er verulega spenntur fyrir nýju plötunni þeirra, en sú síðasta American Idiot var hreint ótrúlega góð. Einnig hef ég heyrt að þeir séu frábært tónleikaband.
Við sjáum myndband:
Næstu mánuðir líta því hreint ótrúlega vel út: Bruce fokking Springsteen í byrjun júní. Svo Where the action is – Hátíð hérna í Stokkhólmi með Neil Young, Pixies, Duffy og Nick Cave. Og svo Green Day í október.
OMG! Bruce í Svíþjóð er mögnuð upplifun.
Ég sá Green Day í Was DC um árið. Það var magnað stöff……
Ég sá Springsteen í fyrrasumar á Paken. Það var ein besta tónleikaupplifun sem ég hef upplifað.
Usss.. nokkuð þétt sumar 🙂
hef aldrey farið á tónleika en það stendur til bóta í Ágúst 🙂
Gaman að heyra þetta með Springsteen. Ég hef verið að skoða set-lista frá tónleikum í byrjun maí og þeir hljóma ótrúlega vel.
Ef einhver hefur áhuga, þá fara fleiri miðar á Springsteen á sölu á morgun. Hann verður með þrjá tónleika úti (á Stockholm Stadion), 4,5 og 6.júní.
Á ekkert að kíkja á U2 í Gautaborg í ágúst?
Greeeeeen DAY rules!
Gaman, gaman!
ÖFUND
Pixies og Nick Cave, mig langar!