Okei, látum okkur sjá:
- Chicago Bears, uppáhaldsliðið mitt í amerískum fótbolta eru núna búnir að vinna 5 leiki og tapa 8 á þessu tímabili. Þeir eru í næst-neðsta sæti í sínum riðli og munu ekki komast í úrslitakeppnina.
- Chicago Bulls, uppáhalds-körfuboltaliðið mitt er einfaldlega hörmulegt þessa dagana. Þjálfarinn er slæmur brandari og hann verður sennilega rekinn á næstu dögum. Liðið hefur unnið 8 leiki og tapað 14. Þeir eru í neðsta sæti síns riðils. Í síðustu viku töpuðu þeir fyrir lélegasta liði deildarinnar.
- Chicago Cubs, uppáhalds hafnaboltaliðið mitt komst ekki í úrslitakeppnina í sumar.
- Liverpool, uppáhaldsfótboltaliðið mitt, er dottið úr Meistaradeildinni fyrir Fiorentina og Lyon. Þeir eru núna í sjöunda sæti í ensku deildinni með jafnmörg stig og Birmingham og einu stigi meira en Fulham. Þeir eru færri stigum frá botnsætinu en toppsætinu. Þeir hafa tapað fleiri leikjum en þeir hafa unnið á þessu tímabili í öllum keppnum. Þeir eru einnig dottnir útúr deildarbikarnum. Í gær sá ég þá labba yfir Arsenal og ég fór á jólahlaðborð vitandi það að þetta yrði auðveldur 3-0 sigur. Þvílíkir voru yfirburðirnir. En þeim tókst samt einhvern veginn að tapa 1-2. Þeir finna nýjar leiðir í hverri viku til að gera mig pirraðan.
Á svona dögum spyr maður sig af hverju í andskotanum maður fylgist með íþróttum.
Bulls eru hrikalega lélegir í ár. Rose og Noah eru einu mennirnir sem geta eitthvað, restin er bara plain léleg.
Óheppnir með Luol Deng og meiðsli en það er bara ekki nóg. Bulls sakna Ben Gordon, hann hefði verið góður með Rose.
Bulls eru náttúrulega búnir að plana að skíta uppá bak þetta árið, fá einhvern góðan í draftinu og veiða síðan Wade eða Chris Bosh næsta sumar.. ef það væri ekki planið hefðu þeir amk. reynt að halda í Ben Gordon.
ég myndi bara salta þennan íþróttaáhuga í bili…
Já, ef að þetta var planið hjá Bulls þá virðist það vera að virkar stórkostlega, sérstaklega með Del Negro sem þjálfara.
Ég er samt alltaf hræddur við plön sem ganga útá að ná í stóra free-agent. Það hefur nú ekki beint gengið vel hjá Bulls. Ég man t.d. hvernig að stóra planið var fyrir nokkrum árum að ná í McGrady.
Jæja Einar
Þrátt fyrir að þekkja þig nánast ekkert veit ég nú sem er að ástandið hjá þér er ekki svona slæmt. Eitt orð. Barcelona.
Ástandið hjá mér er hins vegar gullið þessa stundina. Ég fæddist United maður, Lakers er liðið mitt í NBA, Barca í spænsku, reyndar er Napólí ekki að gera góða hluti núna en svo held ég með Breiðabliki á Íslandi. Öll þessi lið (utan Napólí) unnu titla í ár.
Býst við enn fleiri á næstu árum. Reyndar er þetta orðið þannig að maður hálffagnar töpum sem gera hlutina spennandi. Eins klikkað og það hljómar.
Jamm, Barcelona heldur þessu uppi. En það er samt staðreynd að tilfinningar mínar til Liverpool eru svo langtum sterkari en til Barcelona að það hjálpar ekki svo mikið.