Vilhjálmur Þorsteinsson segir allt sem ég vil segja um þetta magnaða útspil forseta Íslands í morgun.
Ég mæli með að fólk lesi alla greinina. Niðurlagið er ágætt:
>Ég reyni að vera orðvar maður almennt, en ég verð að segja það hreinskilnislega, að mér finnst ákvörðun forsetans forkastanleg, óskiljanleg og illa ígrunduð.
Gauti Eggertsson veltir svo fram ágætis punkti:
>Það á enn eftir að útskýra fyrir mér — útfrá almennum sjónarmiðum — hvernig milliríkjadeilur um greiðslur tiltekinna skulda geta verið útkljáðar með þjóðaratkvæðagreiðslum.
Þetta mál er svo fáránlegt og þessi ákvörðun svo vitlaus að það nær ekki nokkurri átt – og sú staðreynd að hann hyggst flýja til Indlands á miðvikudaginn gerir þetta enn ömurlegra. Ég er þó búinn að tala um þetta nóg við vini í dag svo að ég nenni ekki að skrifa meira.
* * *
Þessi Íslandsferð hjá okkur Margréti er búin að vera stórkostleg. Við erum búin að hitta alla okkar vini og fjölskyldu oft og mörgum sinnum og höfum skemmt okkur ótrúlega vel. Ég hef horft á sjónvarp í samtals 2 klukkutíma (3 Fangavaktarþætti og áramótaskaup) sem sýnir kannski hversu upptekin við höfum verið við annað.
Við höfum farið í æðislegt brúðkaup og ég í frábæra steggjun. Við höfum haldið partí og heimboð, mætt á tónleika, fjöldan allan af fjölskylduboðum og partíum og ég hef horft á Liverpool leiki með vinum mínum. Síðustu daga hef ég verið fullbókaður allan daginn. Þetta er einfaldlega búið að vera hið fullkomna jólafrí frá A-Ö.
Við erum á leið til Stokkhólms í fyrramálið og næsta Íslandsferð hefur enn ekki verið plönuð. En við kveðjum allavegana Ísland með söknuði þótt að við séum hálf feginn að sleppa við það að hlusta á Icesave umræður allan daginn næstu mánuði. Það er án efa einn stærsti kosturinn við það að búa í Svíþjóð þessa dagana.
Takk fyrir okkur!
Ég var ekki eins hrifin og þú af röksemdafærslu VÞ. Langar að benda þér á áhugaverðan pistil á http://maurildi.blogspot.com/ dags. 6. janúar.