Undirskrift "mín" hjá InDefence

Í kjölfar kommenta við þessa færslu á Silfri Egils þá athugaði ég hvort að einhver útí bæ hefði skráð mig í þessa undirskriftasöfnun hjá InDefence.

Og viti menn, ég sló upp kennitölunni minni á InDefence síðunni og þar var hún.

indefence

Ég hef semsagt ALDREI skráð mig hjá InDefence. Einhver aðili útí bæ hefur tekið mína kennitölu og skráð mig. Ég get ekki séð að ég hafi neinn möguleika á að taka mig útaf þessum lista.

12 thoughts on “Undirskrift "mín" hjá InDefence”

  1. Ég var að tékka eftir að sjá þetta hjá þér og kennitalan mín er líka skráð þó ég hafi klárlega aldrei skráð mig sjálfur á þennan lista.

    Mér dettur helst í hug að fólk sé svo kappsmikið að það komist yfir kennitölulista e-r staðar til að geta bústað tölurnar hjá Indefence, eða þá að einhver manni nákominn hafi viljað fjölfalda sitt atkvæði, ef svo má að orði komast, með að skrá fólkið í kringum sig líka.

    Það er allavega ljóst að þessi listi er ekki mikið marktækur ef svona viðgengst. Það er spurning hvort einhver þurfi að koma ábendingu til forseta um þetta. Hann hefur vissulega þörf fyrir að vita að þessi listi sé ekki beint skotheldur áður en hann veitir honum eitthvað vægi við ákvörðun sína.

  2. …eða erum við kannski orðnir leiksoppar spunaafla sem vilja gera In Defence hópinn tannlausan – hafa anstæðingar In Defence sett upp sjálfvirkt forrit sem skráir blint handahófsúrtak úr þjóðskrá á listann, dag og nótt án þess svo mikið sem að fjarlægja kornabörn úr handahófsúrtakinu – nokkuð sem er skíteinfalt grunnatriði fyrir hvern þann sem vill í alvöru hjálpa undirskriftassöfnuninni.

  3. Móðir mín er einnig skráð á þennan lista, aðspurð sagði hún að henni hefði aldrei dottið í huga að skrifa undir þetta.

  4. Heyrði af tveimur í dag sem athuguðu sínar kennitölur af því þessi fjölgun undirskrifta var svo svakaleg síðustu daga. Báðir voru skráðir án þess að hafa samþykkt það. Lítur út eins og einhverjir hafi setið við með kennitöluskrár. Get ég bent þeim á að snúa sér eitthvað?

  5. oh djö það var enginn búinn að skrá mig.. þýðir það að ég er ekki nógu merkileg? hvað á ég að lesa úr þessu???

  6. Mér finnst það nú magnað að 4 til viðbótar segji hér að þeirra undiskriftir séu þarna án þess að þeir hafi skráð sig. Það sýnir hversu gallað þetta er.

  7. Sæll Einar.

    Ég afskráði þig um leið og ég sá póstinn frá þér.

    Sá að þú hefur verið ansi heppinn að finna þetta fljótt. Skráningin á kennitölunni þinni var sett inn mjög stuttu áður en þú sendir mér póstinn.

    Ég bendi fólki á að ef svona lagað kemur upp er best að senda strax tölvupóst á press@indefence.is með nafni og kennitölu og biðja um afskráningu, sem þá verður framkvæmd samdægurs.

  8. Sæll Jóhannes. Takk fyrir þetta. Ég kannast reyndar ekki við að hafa sent neinum póst – geri ráð fyrir að þú sért bara að tala um færsluna hér. En ágætt að þetta sé farið út – takk fyrir það.

  9. Og má ég spyrja Jóhannes, var nafn mitt og Más og þeirra sem setja komment hér og kvarta yfir því að hafa verið settir að þeim forspurðum á þennan lista, afhent forsetanum?

Comments are closed.