Ég er lengi búinn að ætla að vísa á þetta viðtal við Roger Ebert, sem að birtist í Esquire. Ebert er Chicago búi og sennilega þekktasti kvikmyndagagnrýnandi í heimi. Fyrir nokkrum árum þurfti að fjarlægja kjálkann úr Ebert vegna krabbameins og síðan þá hefur hann hvorki getað borðað né talað.
Síðan þá hefur hann notað netið í sífellt meira mæli og er orðinn einn af vinsælustu Twitter notendunum – og sá sem ég hef einna mest gaman af að lesa.
Í vikunni var hann svo gestur hjá Opruh. Gawker birtir nokkra búta úr því viðtali. Allavegana, ég mæli með Ebert á Twitter og greininni í Esquire.