Í dag sá ég á New York Times grein sem vakti athygli mína, enda hef ég yfirumsjón með uppþvottavélum og þvottavélum á okkar heimili. Einhvern veginn varð verkaskiptingin á heimilinu þannig að ég hef frá byrjun séð um að þvo föt. Þvottahúsið er niðri í kjallara og mér þykir ágætt að dunda mér við þvottinn þar, hlustandi á bækur eða útvarpsþætti.
Ég hef sennilega líka verið virkari í að nota uppþvottavélina. Ég man alltaf að það var fyrsta verk pabba á morgnana að taka úr uppþvottavélinni og ég er kominn inní það hlutverk á mínu heimili líka. Ég furðulega oft átt í umræðum við fólk um það hvernig maður á að undirbúa diska í uppþvottavél. Sumir vilja skola þá gríðarlega vel, þannig að þeir fari nánast hreinir í uppþvottavélina.
Ég hef hins vegar alltaf haldið því fram að diskar eigi að fara skítugir í vélina. Ég man að í Bandaríkjunum sá ég auglýsingu þar sem að kökudiskur með heilli köku á var settur í uppþvottavélina og eftir smá tíma kom kökudiskurinn hreinn út og kakan horfin. Ég held að aldrei hafi auglýsing haft jafn djúpstæð áhrif á mig.
Allavegana, í þessari grein í New York Times er nefnilega nokkuð sem staðfestir að ég hef rétt fyrir mér:
>”Also, remove baked on food and large chunks, but for the most part, everyone I spoke to said prerinsing dishes before putting them in the dishwasher was not only unnecessary, it wasted thousands of gallons of water and could actually result in dirtier dishes.”
Semsagt, þeir sem að hreinsa diskana áður en þeir fara í uppþvottavélina eru að skemma umhverfið **og** fá skítugri diska. Ég lýsi hér með yfir fullnaðarsigri.
Ég skola alltaf eins vel og ég get…. ég þarf greinilega að endurskoða þá aðferðafræði.
Ætli það séu margir sem skola fötin sín áður en þau eru sett í þvottavélina?
Vélin fer ekkert endilega í gang á hverju kvöldi á mínu heimili og oft líða nokkrir dagar á milli þess sem hún er sett í gang. Ég get ímyndað mér að þannig sé það á mörgum heimilum.
Ég skola því leirtauið áður en það fer inn svo að það komi ekki ólykt af skítugu leirtaui og eldhúsáhöldum.
Við getum ekki notað uppþvottavélina okkar, því ekki er gert ráð fyrir henni í eldhúsinu.
En á vinnustaðnum (unglingaheimili) höfum við greinilega verið að gera þetta bandvitlaust. Skömmum krakkana oft og mikið fyrir að setja diska inn án þess að skola þá 🙂
Atli, þetta er auðvitað eina afsökunin fyrir því að skola. Þótt við séum bara tvö sem búum saman hérna þá er uppþvottavélin notuð á hverjum degi, þannig að það er ekki vandamálið.
Góður punktur, Sindri.
Og Baldur, þú verður að breyta þessu svo þú sért ekki að ala upp kynslóð af fólki, sem veit ekki hvernig á að nota uppþvottavélar. 🙂
Ég á ekki uppþvottavél. Sýnist mín aðferð að handþvo leirtau vera fá falleinkunn frá umhverfislegu sjónarmiði. Eins einkennilegt og það nú hljómar.
Ég var hins vegar alinn upp við að það þyrfti að skola diskana vel áður en þeir færu í vélina, og það var á þeim forsendum að með slíkum hætti endist uppþvottavélin lengur þar sem mecanismi hennar myndi síður stíflast.
Það væri áhugavert að fá sérfræði-input frá þér á þá fullyrðingu.
Ég hafði heyrt þetta, að það þurfti ekki að skola af áður en maður setur í uppþvottavélina og gerði þau mistök að prófa það einu sinni. Kartöflur, hrísgrjón, egg og ýmsar pasta-leifar sátu sem fastast á leirtauinu og hnífapörunum. Skola alltaf núna.