Fótbolti

Þessi vetur hefur verið afleitur fyrir mig sem Liverpool aðdáenda. Algjörlega og fullkomlega afleitur. Í gærkvöldi ákvað ég að sleppa Liverpool leik án þess að þurfa þess í annað skipti á leiktíðinni. Í fyrra skiptið sem að það gerðist þá unnu Liverpool Tottenham 2-0 og í gær skoruðu þeir fjögur mörk í 4-1 sigri á Portsmouth. Nú veit ég að gjörðir mínar hafa ekki bein áhrif á gengi liðsins, en maður verður samt pínu hræddur við að horfa á liðið næst.

Ég fór annars í fóbtolta í gær í fyrsta skiptið síðan sennilega í desember 2008. Það er næstum því eitt og hálft ár síðan (fyrir utan örstuttan fótbolta í steggjapartí um áramótin). Ég hef ekki verið í fótbolta síðan að ég flutti hingað út en heima var ég að spila alltaf tvisvar í viku. Það er magnað að taka sér svona langt frí frá þessari íþrótt, sem ég elska. Niðurstaðan frá því í gær var að þessi hvíld hefur ekki gert mér gott. Þrátt fyrir að ég sé í ágætis formi eftir Cross Fit æfingar, þá er hlaupa-spretts formið sem maður þarf fyrir fótbolta ekki svo gott. Og ég virðist líka vera svona sekúndu á eftir öllu, sem skýrist kannski að hluta af því að þetta var á gúmmígólfi, en ekki gervigrasi einsog ég var vanur heima.

Ég held allavegana að það sé ágætt að taka ekki aftur svona langa hvíld aftur frá fótbolta.