Heimsóknir á kop.is og fleiri síður

Í framhaldi af umræðunni í síðustu færslu um Apple markaðshlutdeild, þá ákvað ég að kíkja á hvaðan heimsóknir á þær síður, sem ég stjórna, koma.

Ég hef ágætis tölur á bakvið þetta þar sem ég rek eina gríðarlega vinsæla bloggsíðu (kop.is), eina smá vinsæla bloggsíðu (eoe.is) og svo rek ég fyrirtækjasíður í tveimur löndum – Serrano í Svíþjóð og á Íslandi.

Allavegana, hérna eru helstu niðurstöðurnar. Fyrst varðandi stýrikerfi, sem að lesendur nota.

KOP.is
Windows 78,9%
Mac 17%
iOS (iPad, iPhone, iPod): 1,6%
Linux 1%

Lesendur KOP.is virðast vera nokkurn veginn einsog ágætis þverskurður af Íslandi þegar að kemur að notkun á stýrikerfum – Windows með rétt undir 80% og Mac með 17%. Þegar ég skoða Serrano.is heimsóknirnar, þá eru niðurstöðurnar í raun nákvæmlega eins.

Hins vegar ef ég skoða mína prívat bloggsíðu þá er Apple hlutinn talsvert stærri

EOE.is
Windows 67%
Mac 28%
Linux 1,6%
iOS 1,4%

Svo er líka athyglisvert að skoða heimsóknir á sænsku Serrano síðuna. Einsog ég skrifaði, þá eru heimsóknir á íslensku Serrano síðuna nokkurn veginn einsog á Kop.is – það er 78% Windows. Á sænsku síðunni lítur þetta út svona:

Serrano.nu
Windows 62,4%
Mac 28,5%
iOS 6,3%

Ég hef enga sérstaka ástæðu til að ímynda mér að viðskiptavinir Serrano í Svíþjóð séu frábrugðnir þeim íslensku. Það er þó greinilegt að þeir nota netið talsvert meira í símanum, sem kemur mér ekki á óvart. Stokkhólmsbúar eru alltaf í strætóum og lestum, þar sem fólk notar símann miki,ð á meðan að Íslendingar keyra bíla og geta ekki verið á netinu. Eins verður maður meira var við auglýsingar á Apple vörum hérna og iPhone er klárlega vinsælasti síminn, sem eykur sennilega vinsældir Apple tölva.

Og að lokum tók ég saman hvaða farsíma notendur KOP.is eru að skoða síðuna úr. Þar voru niðurstöðurnar svona:

KOP.is
iPhone 42,4%
Symbian 19,5%
iPad 15,2%
Android 11,4%
iPod 6,8%
Blackberry 2,5%
Aðrir

Ef ég tæki iOS þarna saman í eitt (það er iPhone, iPad og iPod) þá væru það samanlagt um 64,4% af heimsóknum sem kæmu úr Apple tækjum. Það er hreinlega fáránlega magnað því að iPhone er ekki einu sinni seldur á skynsamlegu verði á Íslandi. Menn þurfa að borga tugir þúsunda fyrir símann. Og iPad er ekki heldur byrjaður í almennri sölu.

9 thoughts on “Heimsóknir á kop.is og fleiri síður”

  1. Á Windows eru vafrarnir svona.

    .Ísland
    Explorer 40
    Firefox 36
    Chrome 23
    Opera 1

    Ef ég tek öll stýrikerfi þá fer Firefox í efsta sætið

    .Svíþjóð
    Explorer 62%
    Firefox 26%
    Chrome 11,3%

  2. Það verður fróðlegt að sjá þróunina í Android símum, ég gæti trúað því að hlutfall þeirra muni vaxa mjög mikið á næstunni.

  3. Já, eflaust mun það gerast. Nota bene, á sænsku síðunni þá er mobile notkunin svona:

    iPhone 80%
    Android 10%
    iPad 8,3%
    Blackberry 0,7%

    Nota bene, Android símar eru miklu, miklu meira auglýstir en iPhone. iPad er ekki enn byrjaður í almennri sölu hérna (byrjar sennilega á næstu 2 vikum)

    Android mun þó eflaust verða sterkari á Íslandi þar sem Apple virðist ekki hafa áhuga á að selja iPhone símann á eðlilegan hátt á Íslandi.

  4. Það væri gaman ef hægt væri að sjá hvernig heimsóknir skiptast eftir kl. 17:00 á daginn eftir mismunandi vafra. Því staðreyndin er sú að flestir vinnustaðir eru enþá Windows knúnir og margir nota tímann í vinnunni til þess að vafra á netsíðum.

    Þeir sem kjósa hinsvegar að skoða myndefni RÚV.is er líklegri til að vera gera það heima hjá sér eftir vinnu (eða um helgar) en ekki á vinnutíma. Eða ég mundi allavega ætla það.

    Mbk
    Steinar

  5. iPad er í almennri sölu hér á landi eða er það ekki ? Nova, Síminn, Epli og fleiri að selja hann.

    Það eru fleiri Android símar í notkun á Íslandi í dag en iOS, það er staðfest tölfræði og í takt við það sem er að gerast í heiminum.

Comments are closed.