Klukkutími í áramótapartí og ég hef ekki skrfað á þessari bloggsíðu síðan að ég kom heim.
Jólin hafa verið snilld. Ég og Margrét eigum frábærar fjölskyldur og bestu vini í fokking heimi. Þrátt fyrir að Margrét hafi verið með pestina þá höfum við gert eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi. Ótal heimboð, kvöldmatarboð, útifótbolti, hádegismatarboð, kaffiboð, Alias spilakvöld, dinnerar á veitingastöðum, snilldar jólapartí, jólaboð, jólabrunchar, tónleikar, trylltur dans útá Granda, póker og Fifa með vinunum og svo framvegis. Þetta hefur verið frábært. Yndislegt.
Þetta ár er líka búið að vera frábært. Þetta er árið, sem við Margrét trúlofuðum okkur á hliðargötu í Róm. Árið sem að okkur leið loksins einsog Serrano myndi meika það í Svíþjóð – við opnuðum þrjá glæsilega staði og unnum virt verðlaun.
Við Margrét eignuðumst köttinn Torres. Við fórum til Egyptalands, sáum píramídana og köfuðum í Rauða Hafinu. Ég bauð Margréti til Íslands á 25 ára afmælinu hennar, sem við fögnuðum með vinum okkar á Kaffibarnum. Við komum líka heim í 70 ára afmæli mömmu og til að labba á Norðurlandi. Við vorum líka í Brekkusöngnum á Þjóðhátíð.
Ótrúlega margir vinir okkar heimsóttu okkur í Stokkhólmi og við ferðuðumst líka um Svíþjóð – fórum í útilegu í Skerjagarðinum, keyrðum til Malmö og heimsóttum vini okkar í Lundi. Keyrðum svo til Köben og hvöttum vin okkar á CrossFit móti.
Á næsta ári ætlum við að fara í langt ferðalag og næsta sumar ætlum við Margrét að gifta okkur. Lífið er fokking frábært og maður áttar sig á því þegar maður kemur heim til Íslands hversu ótrúlega heppin við erum með fólkið í kringum okkur.
Gleðilegt ár.
Vel sagt !