WWDC eftir hálftíma

Keynote hjá Steve Jobs byrjar eftir hálftíma.  Raunhæfi óskalistinn minn lítur svona út:

  • Númer 1,2,3,4,5:  Flögg / Stjörnur í tölvupóstinum: Ég er að flippa yfir því að geta ekki flaggað skilaboð í póstinum á símanum mínum.  Ekkert fer meira í taugarnar á mér við símann minn.
  • Númer 6 Sameiginlegt svæði fyrir skjöl á milli iPhone iPad og Makka.  Ég vinn á tveimur Apple tölvum, iPhone og iPad.  Ég vildi að ég þyrfti ekki að hugsa hvar skrárnar mínur eru.
  • Númer 7: Að tilkynningar séu ekki svona viðbjóðslega pirrandi – hvort sem um er að ræða nýtt sms, nýja wi-fi stöð og svo framvegis.

Ég er vongóður um að allt þetta verði í iOS 5.

 

6 thoughts on “WWDC eftir hálftíma”

  1. Coverar dropbox ekki samt númer 6 að mestu? .. og meira að segja frítt og fínt.

  2. Ég geymi öll mín skjöl á dropbox… mjög auðvelt aðgengi bæði fyrir ipadinn og pc

  3. Já, ég veit – ég er með Dropbox, en það er eitthvað sem vantar þar. Ég hef aldrei vanið mig á að nota það fyrir allt mitt.

    Get ég til dæmis tekið Pages skjal á Makkanum og breytt það á iPadinum ef það er geymt á Dropbox – mig minnir að slíkt hafi ekki verið hægt.

  4. Ó jess, flögg eru komin inní Mail. Samband mitt við þennan síma verður aldrei eins!!!

    “2:03PM Rich-text formatting, indentation control, draggable addresses (from To: to Cc: or Bcc:), flagging so you can mark them as unread, and now you can search the entire contents of messages.”

  5. það virðist allt sem þú baðst um vera komið – þú ert alveg með fingurinn á púlsinum greinilega.

Comments are closed.