Fyrir ári skrifaði ég um það hversu hræðilega erfitt það er fyrir Mac notendur að horfa á sendingar RÚV og lagði til að þeir settu hreinlega allt á Youtube. Það væri ókeypis lausn, sem myndi gera öllum kleift að horfa á þætti af stöðinni.
Í kvöld ætlaði ég í fyrsta skipti í nokkra mánuði að horfa á upptöku á RÚV.is í Chrome á Makkanum mínum og þetta var niðurstaðan.
Ég er nú sæmilega víðförull á alnetinu, en ég lendi ALDREI í svona vandamálum fyrir utan RÚV.is. Þessi síða þarf að átta sig á því að það er ekki lengur árið 1995.
Eins sammála og hugsast getur.
Virkar hjá mér, en lenti oft í vandræðum áður. Nota Flip4Mac.
Merkilegt nokk, þá er síðan búin að átta sig á því, þó að það hafi gerst öllu seinna en víða annars staðar. Það hefur verið unnið að endurbótum í nokkurn tíma núna og nýr endurbættur vefur fer í loftið einhvern tímann á næstu vikum (átti reyndar að gerst fyrr í þessum mánuði en eitthvað tæknilegt kom í veg fyrir það) sem ætti að taka á nákvæmlega þessu.
Hafa einnig verið að auglýsa nýjan vef fyrir spjaldtölvur og snjallsíma. Þar er ipadinn áberandi í auglýsingum. En sá vefur er alveg vonlaus. Engar upptökur, ég hef ekki enn fengið live stream til að virka og efni er af mjöskornuj skammti. Tíminn líður greinilega hægar í efstaleitinu en annars staðar. Á sama tíma er Skjárinn kominn með nýjan vef. Sá virkar vel á Ipadinum auk þess sem þeir veita að gengi að frelsis þjónustunni sinni þar. Á þeim bænum eru menn greinilega búnir að átta sig á því að Ipadinn er að koma í stað 2. Og 3. Sjónvarps. Rúv er alveg týnt og 365 er einhvers staðar á milli.
Nýr vefur væntanlegur í loftið.
Þetta er rosalega leiðinlegt… og búið að vera svona lengi.
Gott að heyra að nýtt sé á leiðinni. Það var reyndar líka sett í komment við síðustu færslu að nýr vefur væri á leiðinni, þannig að ég fagna þegar ég sé hann. 🙂
Já þetta er alveg ömrulegt ástand – get akkúrat ekkert horft á ruv þrátt fyrir að vera með Flip4Mac. Bý einnig í útlöndum og langar stundum til að fylgjast með íslenskri dagskrárgerð en það er ekki möguleiki :-/
Jæja, þá eru þeir loksins búnir að fara yfir í Flash. Hvernig finnst ykkur það koma út?
Já, það er svo sem típískt að þeir hafi farið úr Windows Media Player yfir í fokking Flash. Virkar vissulega á Mac núna, en ég fæ þetta ekki til að virka á iPad eða iPhone.