Ég hef áður tengt á myndbönd, sem að Matt Harding hefur gert af sér dansandi á hinum ýmsu stöðum í heiminum. Allt frá því að hann setti inn fyrsta mydnbandið af sér árið 2005. Myndböndin eru alls fjögur og staðirnir sem hann dansar á orðnir ansi margir.
Hérna er svo 2012 myndbandið komið og dansarnir eru orðnir aðeins betur þjálfaðir og fleira fólk sem aðstoðar. Þessi myndbönd koma mér alltaf í gott skap og eru svo sannarlega innblástur fyrir ferðalög.