Að flýja sósíalisma og íhaldsstefnu

Björgvin svarar skrifum mínum fráþví á miðvikudag á heimasíðu sinni. Þar segir hann:

“Einar, sem annars hefur ritað ágæta pistla, gerir sig sekan um mjög heimskulega rökvillu í nýjasta pistli sínum. Hann segir það ekki rök gegn sósíalismanumað fólk vilji búa annars staðar vegna þess að fólk frá öllum heimshlutumvilji búa annars staðar! Svo segir hann að móðir Elíans hafi EKKI (takiðeftir, hann notaði stóra stafi til að leggja áherslu á orð sín) verið aðflýja sósíalismann heldur að elta ástina!

Ég vil beina þessari spurningu til Einars: Einar, næst þegar þú eltir ástina þína til Bandaríkjanna, en þar bjóstu síðasta vetur eins og þú nefndir máli þínu til stuðnings, ætlar þú þá að fara á bílaslöngu yfir hafið eins ogmóðir Elíans gerði eða taka næstu Flugleiðavél?”

Ég er nú enginnstuðningsmaður Fidel Castro, frekar en ég er hrifinn af Ernesto Zedillo í Mexíkó eða Hugo Chavez í Venezluela. Ég tel mig þó hafa nokkuð mikið vit á ástandinu í Suður-Ameríku, þar sem ég hef búið í Venezuela og Mexíkó og hef auk þess verið í öllum löndum Suður-Ameríku, sem og á Kúbu. Ég spyr Björgvin á móti, hvort að hann haldi að margir Mexíkóar hafi flúið með flugvél til Bandaríkjanna? Mexíkó er land, stjórnað af íhaldsmönnum, en þrátt fyrir það eru þúsundir Mexíkóa, sem reyna að flýja yfir tilBandaríkjanna. Leiðin þangað er ekkert auðveldari fyrir þá. Þeir reyna aðsynda yfir mengaðar ár, eða stökkva yfir gaddavírsgirðingar.

Málið er, að ástandið er það gott í Bandaríkjunum og það slæmt í restinni afSuður-Ameríku, að fólk mun ávallt reyna að komast yfir til Bandaríkjanna. Ef fólk er að flýja sósíalisma á Kúbu, þá hlýtur það að vera að flýja íhaldsmenn í Mexíkó.

Það sem angrar mig í umræðunni um Kúbu er að það er einsog fólk haldi að vandræði Mið- og Suður-Ameríku byrji og endi á Kúbu. Það er rangt. Báðar heimsálfurnar í heild sinni lifa við mjög slæmt efnahagsástand. Þessu vilja menn oft gleyma og einbeita sér frekar að ástandinu á Kúbu.