Að hoppa?

Ég algjörlega elska þetta atriði úr High Fidelity

Ég hef skrifað áður um bókina High Fidelity, sem er sennilega mín uppáhalds bók. Ég sá myndina fyrst þegar hún kom í bíó og hafði ekkert rosalega gaman af henni. Aðallega fannst mér gaman að tengja við alla staðina í Chicago, sem hún gerðist á.

En nokkrum árum seinna þá var ég talsvert lífsreyndari og las þá bókina og hún höfðaði ótrúlega mikið til mín. Síðan ég las hana hef ég horft á bíómyndina þrisvar. Síðast gerði ég það með vinkonu minni fyrir einhverjum mánuði og ég held að ég hafi aldrei haft jafn gaman af myndinni. Ræðan í upphafi atriðsins hér að ofan er auðvitað frábær þegar að Rob veltir fyrir sér:

>So what am I gonna do now? Just keep jumping from rock to rock for the rest of my life until there aren’t any rocks left?

>Should I bolt every time I get that feeling in my gut when I meet someone new? I’ve been thinking with my gut since I was 14 years old, and frankly speaking, I’ve come to the conclusion that my guts have shit for brains.

Það er ekki furða að mér finnist stundum einsog þessi mynd sé skrifuð um mig.

2 thoughts on “Að hoppa?”

  1. Einmitt – mér þótti myndin ekkert æðisleg fyrst þegar ég sá hana, en eftir að hafa lesið bókina þá finnst manni hún miklu betri. Bókin er enda alveg brilljant.

    Þessi ræða sem þú vísar í – sem er nokkurn veginn beint úr bókinni minnir mig – er líka mjög sönn… höfðaði allavegana mikið til mín. Hún er líka svo rökrétt framhald af öllum pælingunum sem voru á undan henni í bókinni.

    “My guts have shit for brains”… ég gæti ekki hafa orðað það betur sjálfur 🙂

Comments are closed.