Afmæli

Þetta er búin að vera fín helgi. Ég fór á fótboltaleik á laugardagsmorgun og þess vegna vorum við bara róleg á föstudagskvöld. Við fórum með Dan út að borða og svo kíktum við á Northwestern “homecoming” skrúðgönguna. Við fórum svo þrjú í bíó að sjá Mulholland Drive.

Á laugardag vaknaði ég svo um 9 og hitti Dan, Becky og Dave og við röltum uppá fótboltavöll. Þar var fullt af “tailgaiting” partíjum, svo við fengum okkur að borða og drekka þar. Leikurinn byrjaði svo klukkan 11. Northwestern vann Minnesota 23-17. Leikurinn var góður og fín stemning á vellinum, þrátt fyrir að það hafi rignt stanslaust allan leikinn. Maður var frekar blautur eftir að hafa staðið úti í rigningunni í meira en þrjá tíma.

Hildur átti afmæli í gær og fögnuðum við því náttúrulega. Við fórum saman út að borða á Va Pensiero, sem er frábær ítalskur staður hérna í Evanston. Ég held að ég hafi sjaldan fengið jafn góðan mat. Eftir matinn fórum við svo í partí hjá einum vini okkar. Þar var geðveikt gaman og stóð það yfir eitthvað fram á morgun. Mjög gaman!