Fór með Hildi og Dan að sjá nýju David Lynch myndina, Mulholland Drive, á föstudaginn. Þvílík snilld. Ég hef alltaf verið á því að David Lynch sé snillingur, enda eru Twin Peaks, að mínu mati, bestu sjónvarpsþættir allra tíma og einnig eru margar af myndum hans, svo sem Wild at Heart, frábærar.
Ég held þó að Mulholland Drive sé hans besta mynd hingað til. Maður veit í raun ekkert hvað maður getur sagt um þessa mynd. Ég gæti þulið upp allan söguþráðinn, en samt myndi það sennilega ekkert spilla fyrir myndinni. Aðal kvikmyndagagnrýnendurnir í Chicago, Wilmington og Ebert eru sammála mér um hversu frábær þessu mynd er. Það er mjög fróðlegt að lesa gagnrýni þeirra. Sérstaklega er gagnrýni Wilmington fróðleg, því hún gefur nokkra innsýn inní pælingar David Lynch.
Ég held að engum kvikmyndagerðamanni hafi tekist að gera gamalt fólk jafn ógnvekjandi og Lynch gerir í þessari mynd. Sumar senurnar eru mjög “scary”.