Helgin mín var ljómandi skemmtileg. Ég fór á reunion með gamla Verzló árganginum mínum á laugardaginn, sem var mjög hressandi. Þetta var reyndar ekki árgangurinn, sem ég útskrifaðist með, heldur sá sem ég byrjaði með (ég útskrifaðist ári á eftir þar sem ég var útí Venezuela). Hitti fullt af fólki, sem ég hef varla hitt síðan ég hætti í Verzló. Svaraði svona 20 sinnum að ég væri single og í veitingarekstri.
Fór svo með tveimur vinum mínum í bæinn. Fyrst á Vegamót, sem var slappt, og svo á Ólíver. Sá staður hefur batnað umtalsvert síðan ég var þar síðast. Skemmtilegra fólk og umtalsvert betri tónlist heldur en áður. Kvöldið þar var mjög skemmtilegt.
Eitt fannst mér fyndið við dvölina á Ólíver. Ég eyddi mestöllum tímanum þar með 4 mjög myndarlegum stelpum. Það sem kom mér á óvart var hversu karlar yfir fertugt eru ótrúlega bjartsýnir. Það voru allnokkrir á þeim aldri, sem voru að reyna við þessar stelpur, sem eru jú um 20 árum yngri. Þeir virtust engar áhyggjur hafa af því hversu takmarkaða möguleika þeir áttu, heldur reyndu við þær af krafti. Ég er að velta því fyrir mér hvort að með aldrinum hætti maður að stressa sig á líkum á árangri og láti bara vaða og reyni við allar sætu stelpurnar, hvort sem maður eigi þá möguleika eður ei? Vonandi þarf ég ekki að komast til botns í því máli sjálfur.
* * *
Ég algjörlega elska Flight of the Conchords. Þessir þættir eru stórkostlegir. Umboðsmaður strákanna, Murray, er ásamt Ari Gold í Entourage, fyndnasti karakter í sjónvarpi í dag. Lögin sem þeir félagar syngja eru líka frábær, ekki síst þetta hér.
* * *
Annars hef ég eytt umtalsverðum tíma að undanförnu í að spila Bioshock á Xbox 360. Það gerist svona 2-3svar á ári að ég festist í einhverjum tölvuleik og það er að gerast núna. Gallinn við þennan leik er að ég get bara spilað hann í svona klukkutíma því þá fæ ég í magann. Þessi leikur fer alveg með mig. Ég sit sveittur með stanslausa gæsahúð og hef svo bara úthald í klukkutíma áður en ég gefst upp. Bölvaður aumingjaskapur.
* * *
Og að lokum smá Murray. Og þetta. Ó, ég elska Murray!
Good blog!
Look from Quebec Canada
http://www.wwg1.com
WWG 🙂
Takk takk takk
fyrir að benda mér á þessa snilldarþætti. Fór umsvifalaust og náði mér í season 1 eftir að hafa séð þessar youtube klippur. Þessir drengir eru miklir snillingar
Kv.
Það var ekkert 🙂