Án titils

Veit einhver hvar ég fæ [svona tæki](http://www.trulythefinest.com/prodDetail.cfm/11591) á Íslandi?


Ég gerði fullt gagnlegt og skemmtilegt um helgina, þrátt fyrir vandræði mín. Tók til heima (núna er aftur allt í drasli), kláraði smá vefsíðudót (by the way, veit einhver hvernig ég get fengið scrollbar á sprettigluggana á [svona síðum](http://www.danol.is/vorur/is/index.php)?), horfði á Alfie (sem mér fannst bara fín, mun betri en ég átti von á, fór í mat til mömmu og pabba, fór á Batman Begins í bíó (sem er góð!), grillaði nautasteik, þvoði föt, horfði á Seinfeld, horfði á Mexíkó tapa í Álfukeppninni (fokk!), horfði á Chicago Cubs vinna (Yes!), borðaði ís, las bækur og pantaði mér svo fullt af dóti á Amazon.

Fín helgi!


Annars, þá elska ég [Ask Metafilter](http://ask.metafilter.com/). Það er snilldarsíða. Þarna getur maður lagt fram spurningar um allt milli himins og jarðar og fengið fullt af svörum frá kláru og skemmtilegu fólki. Ég setti til dæmis inn [eina spurningu í gær](http://ask.metafilter.com/mefi/20387) og fékk strax fullt af sniðugum svörum. Ákvað að panta mér strax nokkrar bækurnar, sem mælt var með.

9 thoughts on “Án titils”

  1. Las yfir þennan lista á Ask MeFi, eru menn á leiðinni í ferðalag? 🙂

    Annars vildi ég bara segja að ég tek heilshugar undir með þeim sem mæla með The Beach. Myndin skaðaði orðstír bókarinnar eilítið, en ég verð að segja að sama hversu mikið af heimsbókmenntum ég les í skólanum þá er The Beach ávallt ein af þeim bókum sem stendur upp úr.

    Án þess að hafa komið til Tælands get ég ímyndað mér að bókin sé mjög, mjög, mjög góður ‘insider’-snepill fyrir ferðalanga á þeim slóðum. En burtséð frá því, þá er þetta bara líka einhver albesta skáldsaga sem ég hef lesið.

    Mæli hiklaust með henni!

  2. Einmitt að hugsa um að leggja af stað á sömu slóðir í byrjun vetrar og vera í 5 til 6 mánuði svo ég er byrjaður að safna mér efni.

    Ef þú hefur áhuga á PilotGuides frá Discovery þá á ég Víetnam, Laos, Camódíu, Búrma, Noður Tæland & Laos, Sudur Tæland, Malasía & Singapúr og loks Bali fyrir þessar slóðir :biggrin2:

    Hvaða lönd er annars verið að velta fyrir sér að heimsækja?

  3. Varðandi sprettigluggana:

    Breyta:

    scrollbars=no

    í

    scrollbars=yes eða scrollbars=auto

    í hlekknum fyrir þessa sprettiglugga.

  4. Já, og Kristján, ég er búinn að panta *The Beach*. Hlakka til að lesa hana 🙂

    Og Daði, ég er að spá í að fara á þessa staði, sem ég minnist á þarna, það er Tæland (heimsækja vin minn, sem ætlar að keyra mig um nágrenni Bangkok), Kambódíu, Laos og Víetnam.

    Geri mér þó enn ekki grein fyrir umfanginu og hversu miklu ég næ á fimm vikum.

  5. Ég geng að minnsta kosti út frá því að 2 vikur séu algert lágmark í landi og t.d. er að plana Hanoi, niður Víetnam, gegnum Kambódíu (Angor) upp tæland, inn í Myanmar, (Bagan og Shwedagon Paya) og niður til Singapúr á 3 mánuðum.

    Líka spurning hvernig þú æltar að ferðast, allt með rútu eða leyfa þér að fljúga eitthvað með AirAsia eða álíka lággjalda flugfélögum milli landa.

    Þættirnir gætu kannski hjálpað upp á að ná áttum… fannst þeir að minnsta kosti áhugaverðir.

Comments are closed.