This American Life um bandarísku bankakrísuna

Hérna er hægt að hlusta á góðan þátt hjá This American Life, þar sem að bankakrísan í Bandaríkjunum er útskýrð fyrir leikmenn. Mæli með þessu fyrir þá sem eru ruglaðir á fréttaflutningi af bönkum. Hægt er að hlusta á þáttinn á netinu eða hlaða niður MP3 skrá (sjá tengla vinstra megin á síðunni)

Smá breytingar

Ég er búinn að breyta blogginu aðeins. Aðallega til að hafa aðeins meira líf í því. Ég er að verða latari og latari við að setja inn lengri færslur, en ég er mikið á netinu á daginn og mig langar oft til að deila með fólki skemmtilegum greinum, myndböndum, eða öðru. Hlutir sem verðskulda varla heila bloggfærslu.

Þannig að nú mun ég hafa slíkar ábendingar sem nokkurs konar tenglablogg, sem blandast þó öðru efni á síðunni. Þessir tenglar koma ekki á venjulega RSS skjalinu fyrir síðuna, en það er hægt að nálgast RSS skjal fyrir tenglana hérna.

Vonandi verður þetta til að gera þessa síðu aðeins líflegri.