Band of Horses

444.jpgÉg hef það fyrir reglu að hlusta alltaf þegar Gunni vinur minn mælir með tónlist. Fyrir einhverjum vikum mældi hann með [Band of Horses](http://www.bandofhorses.com) við mig. Hef rétt núna undanfarnar vikur getað gefið mér tíma til að hlusta á frumraun þessarar sveitar, sem heitir [Everything All the Time](http://www.metacritic.com/music/artists/bandofhorses/everythingallthetime?q=band%20of%20horses).

Einsog mátti kannski vænta, þá heillaði hún mig ekki við fyrstu hlustanir. En núna er hún búin að rúlla 10 sinnum í gegn og ég er gjörsamlega heillaður. Þetta er án efa besta platan, sem hefur verið gefin út á þessu ári. Flaming Lips, The Strokes, David Gilmour og Streets voru vonbrigði, svo ég var að bíða eftir einhverri virkilegra góðri plötu. Og hún er komin. Eina platan, sem kemst nálægt þessari plötu á árinu 2006 er Return to the Sea með Islands.

Band of Horses, allir!!!

Besta lagið: The Funeral.

* * *

Já, og svo er DaVinci Code myndin alls ekki svo slæm. Og Red Hot Chili Peppers platan hljómar vel. Dani California er æðisleg smáskífa og ég held að þarna sé slatti af góðum lögum.

Lögin í spilun fyrir utan Band of Horses

Dani California – Red Hot Chili Peppers
Not Ready to make nice – Dixie Chicks
Song to Say Goodbye – Placebo
Chasing Cars – Snow Patrol
I will see you in far-off places – Morrissey
Never went to church – The Streets

7 thoughts on “Band of Horses”

  1. Já núna kom eitthvað skemmtilegt að kommenta við.

    Band of Horses eru æði. Tékkaðu líka á nýju Mates of State plötunni fyrst þú ert byrjaður.

    Nýja plata hennar Neko Case (söngkonan í new pornographers) gaf líka út frábæra plötu um daginn sem þú mátt athuga.

  2. Það kemur mér á óvart að þú skulir hlusta á Dixie Chicks – nýja platan þeirra er frábær. Hún er mildari en áður útgefnar plötur með sveitinni – eða mér finnst það alla vega!

  3. Já, ég gaf Dixie Chicks séns eftir að hafa horft á viðtal við þær í 60 minutes, þar sem þær töluðu um ofsóknir hægri manna eftir að þær höfðu gagnrýnt Bush. Alls ekki jafn slæmt og ég hafði haldið.

    Tékka á hinu, sem var mælt með. Takk, Gummi og Gummi 🙂

  4. Band of horses er málið! Tjékkaðu á ane brun – duets og svo líka bandi sem heitir rogue wave ,þeir eru líka hjá sub-pop labelinu.

Comments are closed.