Beautiful Mind, Super Bowl og Afghanistan

Gærkvöldið var fínt.

Ég og Hildur fórum ásamt Dan og Elizabeth vinum okkar út að borða á stað sem heitir Kabul House. Einsog nafnið gefur til kynna var þetta afganskur matur, en ekki hef ég séð marga veitingastaði með mat frá því merka landi. Þrátt fyrir að þjónustan hafi verið seinleg var maturinn athyglisverður. Reyndar mjög líkur þeim mat, sem við höfum borðað á veitingastöðum frá Mið-Austurlöndum.

Eftir mat fórum við svo í bíó og sáum Beautiful Mind. Ég ætla að skrifa aðeins meira um hana seinna, því mig langar að besservissa svolítið um hagfræðihlutann í þeirri mynd. Já, vel á minnst, við sáum Black Hawk Down um síðustu helgi, en sú mynd fjallar um misheppnaða árás bandaríkjahers þegar þeir blönduðu sér í borgarastríðið í Sómalíu. Allavegana sú mynd er frábær. Mjög blóðug en frábær.

Í kvöld erum við svo að fara í afmælispartí hér nálægt. Á morgun er það svo Super Bowl. Það skemmtilega við þennan Super Bowl er að mínir tveir bestu vinir eru frá Boston og verða þeir því ansi heitir á morgun, því New England eru að spila. Allavegana verður nóg af Budweiser og snakki og pizzum og öllu slíku tilheyrandi. Gaman gaman!!!