Bestu ár ævinnar?

Ég er svo rómantískur að jafnvel þær markaðsherferðir, sem ég stjórna, eru rómantískar. Það kalla ég afrek.


Ég er búinn að eyða þremur klukkutímum í gær og í dag í að skrifa eitt bréf. Það er erfitt að skrifa þegar maður er óviss um efnið eða hverju maður vill koma frá sér. Ég er ruglaður í dag…


Í Kastljósi í kvöld var viðtal við strák úr framhaldsskóla. Hann sagði: “Svo vita allir að bestu ár ævinnar eru árin í framhaldsskóla”.

Er það, já, virklega?

Ég átti samtal um þetta mál útí Amsterdam. Var spurður hvort ég teldi að árin mín í háskóla í USA (sem mér fannst reyndar skemmtilegri en framhaldsskóla-árin) yrðu í framtíðinni talin bestu ár ævi minnar. Ég sagði nei, ég væri ákveðinn í því að þau yrðu það ekki. Ég get hreinlega ekki lifað með þeirri hugmynd að skemmtilegustu ár ævi minnar séu liðin og get ekki skilið fólk, sem segir svona hluti.

Er það ekki algjör uppgjöf að sætta sig við slíkt? Að toppnum séð náð með dauðadrukknum krökkum á menntaskólaböllum á Hótel Íslandi?

Þetta er ein ástæðan fyrir því að ég bögga vini mína oft með það að gera hluti. Ég er ekki sáttur við að lifa lífinu í að vinna, slappa af og kaupa nýtt parket. Ég verð eiginlega bara reiður þegar ég heyri þetta um framhaldsskóla árin og er ákveðinn í að afsanna þessa kenningu, þrátt fyrir að framhaldsskólaárin mín (sérstaklega seinni tvö) hafi vissulega verið frábær.

Mér finnst hins vegar fullt af fólki á mínum aldri vera búið að ákveða þetta og sætta sig við. Það er, að þetta hafi verið bestu ár ævinnar og engin leið til að bæta um betur. Það þykir mér sorgleg.

7 thoughts on “Bestu ár ævinnar?”

 1. Kva… ég hélt að svona forfallinn rómantíker myndi sjá framhaldsskólaárin í fortíðarsjarma ;)?
  En ég er hins vegar hjartanlega sammála, árin verða bara betri og betri. Háskólinn toppaði á margan hátt framhaldsskólaárin og árin eftir útskrift hafa ekki gefið neitt eftir… It’s getting better all the time!

 2. Jújú, ég sé framhaldsskólaárin alveg í ljóma. Þau voru einstök. En að vera fastur í þeim, eða þeirri hugmynd að þau séu bestu ár ævinnar, er bara ekki sniðugt að mínu mati.

 3. Eg er svo sammala, hvernig geturdu akvedid ad einhver akvedin ar sem lidin eru, seu bestu ar aevinnar thegar ad thu att fullt af arum eftir? Eg aetla ad ad sja hvad mer finnst um thetta mal a danarbedinu 🙂 Mer fannst frabaert i mennto en enntha skemmtilegra i haskola. Nuna er eg busett erlendis og hef sjaldan skemmt mer betur. Mer finnst arin bara verda betri og skemmtilegr… en va hvad thau verda alltaf fljotari og fljotari ad lida!!

 4. Strákurinn úr framhaldsskóla er jú í framhaldsskóla, og er að fá að vera meira að heiman og sjá fleiri brjóst og maga en nokkurn tímann fyrr. Þegar hann byrjar svo að vinna fyrir alvöru og fá bæði skalla, bumbu og flösu þá annaðhvort saknar hann þessara ára, eða fær sér hártopp, bumbubana og krem og tekur árin með trompi og verður glaðari en nokkru sinni fyrr.

  Og já, árin verða fáránlega fljót að líða. Ég er oft búinn að gleyma því hvað ég er gamall og segist óvart vera einu ári yngri. Og það er í alvöru óvart.

  – –

  En Einar, á forsíðu Rolo stendur “fyrirpart”. Það á að vera “fyrripart”, er það ekki?

 5. Hver tími hefur sinn sjarma en ég sé enga ástæðu fyrir að tvítugt hafi fólk upplifað sín bestu ár.
  En hvað í ósköpunum rímar við súkkulaði? 🙂

 6. Hjartanlega sammála þessu, vissulega góð ár úr framhaldsskóla, enda líka algengt að fólk festist í þessum framhaldsskóla “fíling”.

  Mér finnst persónulega lífið bara verða betra eftir því sem maður eldist, bara öðruvísi betra.

  Stígur 25 ára.

Comments are closed.