Bíómyndir

Við erum búin að vera mjög löt við að fara í bíó undanfarið. Einhvern veginn hafa fáar spennandi myndir verið sýndar undanfarið. Við ætluðum alltaf (og ætlum enn) að fara á Planet of the Apes, og svo hafa myndir einsog American Pie 2 fengið mjög lélega dóma.

Það eru því nær mánuður síðan við fórum síðast í bíó. Þá sáum við hins vegar tvær myndir með stuttu millibili. Sú fyrri var The Score með Marlon Brando, De Niro og Ed Norton og var hún bara mjög fín. Hin myndin, sem við sáum var Legally Blonde.

Sú mynd var alger snilld. Með fyndnari myndum, sem ég hef séð í langan tíma. Reese Witherspoon er alger snilldarleikona. Ég mæli eindregið með því að fólk sjá myndina.

One thought on “Bíómyndir”

  1. :tongue: 😯 :rolleyes: 😡 🙂 :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh: 😉 :tongue:þetta er flott

Comments are closed.