Blah!

Í einhverju samblandi af fikti í Adium og MSN á PC þá tókst mér að bæta við 15 nýjum MSN kontöktum á MSN listann minn. Þetta finnst mér magnað. Ég var að reyna að breyta einhverju dóti þar sem að Adium var að gera mig geðveikan með villuskilaboðum. Mitt í þessum breytingum þá bættust allt í einu 15 nýjir aðilar við MSN listann minn. Eftir því sem mér skilst, þá er þetta fólk sem hefur bætt mér við sinn lista þegar ég var offline en síðan væntanlega ákveðið að eiga engin frekari samskipti við mig. Þetta fólk var því inní einhverjum dularfullum lista sem birtist ekki á kontakt listanum mínum. Við þessar breytingar fór þetta fólk allt inná aðal listann minn.

Þetta þýðir að ég er núna með 79 manns inná MSN listanum. Það þykir mér magnað því að ég tala reglulega við svona 10 á þeim lista. Restin er svo sambland af fólki, sem ég tala mjög saldan við, fólki sem ég talaði við einu sinni eða er hættur að tala við.


Hólí fokking sjitt hvað Stacked á Sirkus er lélegur þáttur. Hverjum datt í hug að setja Pamelu Anderson í aðalhlutverk í gamanþætti?


Liverpool er byrjað að spila [aftur](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2006/08/09/20.58.47/). Það er æði!


Ég er núna búinn að vera að vinna heiman frá mér í viku. Það er fróðleg lífsreynsla. Hingað til hefur þetta verið sambland af vinnu og afslöppun. Hef verið að sinna hlutum uppá Serrano, sem hafa legið á hakanum lengi vegna vinnunnar, sem ég var að hætta í.

Okkur vantar ennþá fólk í fullt starf í dagvinnu í vetur. Ef þú veist um einhvern, sem vantar vinnu í vetur eða langar að skipta um vinnu og vinna hjá okkur, endilega hringið í mig – sími 896-9577. Erum að borga betri laun en margir aðrir staðir. Takk takk! 🙂


Bob Dylan var 22 ára þegar hann tók upp The Freewheelin’ Bob Dylan. Hann var 21 árs þegar hann samdi “Don’t Think Twice, it’s Allright” – sem hlýtur að vera besta break-up lag allra tíma. Það er fokking magnað! Þvílíkur snillingur.


Ég kláraði að horfa á 3. seríu af the O.C. Sjitt hvað sá þáttur er orðinn leiðinlegur. Fyrsta serían var tær snilld, en þetta er orðið eintómt þunglyndi núna. Eitt kvöldið kom ég þreyttur heim og hugsaði með mér að ég hlyti að komast í gott skap við að sjá sætar stelpur í góðu veðri ræða um sín mál. En þetta er bara eintóm vandræði og leiðindi. Ég þarf að finna mér einhverja skemmtilegri þætti til að horfa á.


Ég er með hausverk. Ég þoli ekki hausverk.


Í Rockstar áðan:

>Dava Navarro: How did it feel to play with Gilby?

>Delana: It was definetely a dream come true

Í alvöru? Er það draumur einhvers að spila með Gilby Clarke? Ég þurfti að fletta honum upp eftir fyrsta þáttinn, því ég var búinn að gleyma nafninu. Byrjaði hann ekki í Guns ‘N Roses *eftir* að þeir tóku upp Use your Illusion? Sem þýðir að hann spilaði með þeim á….*The Spaghetti Incident*.


Í morgun fór ég í klippingu, sem tók 14 mínútur og kostaði 3.450 krónur. Það gerir 14.785 krónur. Miðað við þetta þá eru lögfræðignar með lægra tímakaup en hárgreiðslukonur. En hún klippti mig allavegana rétt. Það er fyrir öllu.

8 thoughts on “Blah!”

  1. Já, og Stacked eru sko ekkert hvaða þættir sem er … heldur þættir sem gerast í bókabúð! BÓKABÚÐ! Ég horfði á fimm mínútur af einhverjum þættinum, og þar var Pamela að kvarta yfir því að fólk gæfi fantasíubókum ekki séns. Ég braut næstum því sófasettið mitt er ég skutlaði mér á fjarstýringuna til að skipta um stöð sem allra, allra, allra fljótast.

  2. Mæli með að þú verðir þér úti um Comedy Central’s Roast of Pamela Anderson og horfir á. Soldið gróft efni en drepfyndið. Um Stacked var meðal annars sagt “It shows that you can masturbate to a sitcom no matter how unfunny it is.”

  3. Hey, Anna, þú breyttir um MSN og lentir ekki inná MSN listanum mínum fyrr en núna í þessum breytingum mínum. 🙂

    Og þið hin, takk fyrir ábendingarnar. Ég kíki á þetta allt.

  4. Heyrðu, talandi um gott tímakaup: fór til læknis um daginn – hann spjallaði aðeins við mig, ca 10 mínútur = 5.900 kr , það er gott tímakaup.

  5. Stígur, miðað við 160 tíma vinnumánuð þá þýðir það 5,6 milljónir á mánuði.

    Þess má svo geta að Hreiðar Már er með 137.500 krónur á klukkutímann miðað við 160 tíma mánuð. Ef hann vinnur hins vegar 24 tíma á sólarhring, 31 dag í mánuði þá er hann bara með 29.569 á tímann.

Comments are closed.