Bleeeeeh!

Kominn heim frá París. Nú er sú trú mín bjargföst að Charles De Gaulle flugvöllur í París sé sá lélegasti í heimi. Í öðru sæti er Heathrow vegna þess að það er furðu þreytandi að fljúga í hringi yfir Lundúnum.

Annars var þetta tíðindalítið. Vorum á flugvallarhóteli og vorum því algjörlega einangraðir. Fórum bara á sýningu og borðuðum svo og drukkum á hótelinu. Fínt svosem. Gat ekkert farið inní París vegna tímaskorts.


Þessi heimasíða var meira og minna í rugli á meðan ég var í burtu. Það getur verið að einhverjir hafi reynt að kommenta en að þau komment hafi farið fyrir lítið. Sama var uppá tenginnum með Liverpool bloggið, en það ætti að vera komið í lag núna. Þetta var ekki mér að kenna, heldur tölvuköllum, sem voru að fikta við serverinn, sem síðurnar eru hýstar á.


Var að koma úr fótbolta, þar sem ég næstum því rotaðist eftir að hafa fengið helvíti öflugt olbogaskot á ennið. Mikið var það hressandi. Hérna heima er eldhúsinnréttingin komin upp. Það þýðir að brátt fara veitingastaðir Reykjavíkur að taka eftir minnkandi tekjum þegar ég byrja að elda í mínu nýja og glæsilega eldhúsi.

Er að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að vaka í kvöld og horfa á Red Sox reyna að knýja fram leik 7 gegn hinu illa veldi New York Yankees. Ef þeir tapa ætla ég að löðrunga alla, sem ég sé með New York Yankees húfu á morgun.

**Uppfært**: Red Sox unnu. Fólki með Yankees húfur er óhætt, að minnsta kosti í dag.

5 thoughts on “Bleeeeeh!”

 1. Eru til meiri glory-hunterar en Yankees-menn og Lakers-menn? Hint : Jack N.

  En annars stórkostleg sería, en tel að það sé nokkuð ljóst að Yankees grísi þetta.

  En hvað finnst þér Einar, hver er mest óþolandi í Yankees-liðinu? Er það Matsui, Jeter eða einhver annar?

  Matsui fær mitt atkvæði.

 2. Snilldarleikur!! Fór á írskan bar á sunnudaginn og horfði á fyrsta sigurinn þeirra. Held að allir í US séu orðnir þreyttir á að sjá Yankees vinna, nema að sjálfsögðu helvítis Yankees fans. Leikurinn í gær góður líka, náðu að bjarga sér fyrir horn þökk sé góðri dómgæslu

 3. Já, þetta með Jack Nicholson var náttúrulega stórkostlegt.

  Varðandi hver er mest óþolandi, þá fær A-Rod nú mitt atkvæði eftir gærkvöldið þegar hann sló boltann úr höndunum á Arroyo. Þvílíkur fáviti!

  Jeter er óþolandi, en samt þá hef ég alltaf borið virðingu fyrir honum, þar sem hann er virkielga duglegur leikmaður.

Comments are closed.