Boeing og Chicago

Það er búin að vera mikil spenna undanfarið um það hvert Boeing myndi flytja höfuðstöðvar sínar, en þeir lýstu því yfir fyrir nokkrum vikum að þeir myndu flytja frá Seattle. Í gær kom það svo í ljós að þeir ætla að flytja til Chicago.

Það er margt sem spilar inní, svo sem skattahlunnindi og gæði háskóla í nágrenni (U of Chicago og Northwestern eru báðir meðal virtustu MBA og verkfræði skólanna í landinu).

Ef ég verð einhvern tímann forstjóri stórfyrirtækis, þá ætla ég að gera einsog Boeing. Tilkynna að ég ætli að flytja höfuðstöðvarnar, því það er augljóst að stjórnmálamenn gera ansi mikið til að laða fyrirtæki til sinnar borgar. Eftir flutningana verður Boeing stærsta fyrirtæki í Chicago, með meiri veltu en McDonald’s, Motorola og Sears.