Borgarafundir RÚV

Ég er búinn að hlusta á Borgarafundina, sem RÚV hefur haldið fyrir þessar kosningar. Tveir gallar eru á þessum þáttum.

 1. Það eru einfaldlega of margir flokkar til þess að ná fram góðum umræðum um málefnin. Alltof langt líður á milli þess sem að frambjóðandinn fær að tala.
 2. Spurningarnar utanúr sal eru nánast gagnslausar. Ég hefði haldið að fólk myndi nýta tækifærið til að spyrja frambjóðanda síns flokks (eða þess flokks sem það væri að hugsa um að kjósa) einhverrar spurningar um framboðsmálin eða hvernig þeir ætluðu að efna loforðin í kjölfar kosninga.
  En nei, í stað þess eru nánast allir þeir sem spyrja útí sal í þeim ham að þeir ætla að hamast á frambjóðendum sem þeim líkar augljóslega illa við. Allir eru að reyna að spyrja “gotcha” spurninga, sem að fréttamenn ættu að vera að spyrja. Þetta segir manni væntanlega að fréttamennirnir eru ekki nógu beittir og og að flest fólk sem mætir á þessa fundi er löngu búið að ákveða hug sinn og mætir fyrst og fremst til að styðja sinn mann líkt og um íþróttalið væri að ræða.

En kannski er ég bara svona litaður af því að ég vil vinstri stjórn á næsta kjörtímabili og fátt mun breyta þeirri skoðun minni á þessum punkti.

4 thoughts on “Borgarafundir RÚV”

 1. Vandinn með spurningarnar úr salnum er að 80-90% þeirra sem spyrja eru “þekkt andlit” sem tengjast framboðunum. Í mörgum tilvikum eru þetta frambjóðendur neðar af listum, forráðamenn ungliðahreyfinga, sveitarstjórnarmenn o.s.frv.

  Í einum þættinum þekkti ég ALLA sem tóku til máls úr sal og gat sagt frá hvaða framboði þeir væru, um leið og þeir kynntu sig.

  Ég hefði hent út þessum spurningum eins og þæt leggja sig og tekið í staðinn inn aðsendar spurningar af netinu.

 2. Já, ok. Ég hafði nú ekki spáð í því að þetta væri svona vel skipulagt, þar sem ég hlustaði bara á þetta.

  RÚV fannst þetta væntanlega gefa þá ímynd að þeir væru að “hlusta á fólkið” en þetta misheppnaðist að mínu mati.

 3. er búinn að vera að hlusta á hitt og þetta í kringum þessar kosningar og hef verið að horfa á litlu þættina sem eru á stöð 2 eftir fréttir… þar eru þættir sem er ekki endalaus rifrildi og skot á aðra.. heldur hefur frambjóðandi flokksinns takmarkaðan tíma til að segja frá stefnu og því sem mun vera framkvæmt… fá 1 mín til að tala um eithvað fyrirfram ákveðið málefni. og svo 2 mín til að svara spurningum frá þáttar stjórendum… mjög markviss aðferð eða það fynst mér að minsta kosti 🙂

  svo núna verður maður bar aað fara að gera upp hug sinn 🙂

  kveðja úr vesturbænum

Comments are closed.