Bow wow wow yippy yo yippy yay

Ég fór á Snoop Dogg með tveimur vinum mínum á sunnudag. Einn stakk reyndar af eftir smá stund, þannig að við vorum eiginlega bara tveir allan tímann, ég og [PR](http://www.jenssigurdsson.com/). Ég hef fílað Snoop nokkuð lengi. Uppgötvaði hann reyndar ekki þegar hann byrjaði, heldur var það ekki fyrr en 3-4 árum seinna. Þegar það gerðist varð hann strax í miklu uppáhaldi hjá mér.

Við komum inní höllina þegar að Hjálmar voru að klára sitt sett. Þeir voru nokkuð góðir. Frekar fyndin hljómsveit. Þeir líta út einsog Creedence Clearwater Revival, en spila nokkuð skemmtilega tónlist. Held einhvern veginn að tónlistin njóti sín jafnvel betur á tónleikum. Kannski að ég gefi þeim loksins sjens og kaupi plötuna.

Næstir á svið voru Hæsta Höndin. Það atriði var frekar slappt. Til að byrja með heyrðist ekkert í Erp, því míkrafónninn hans var í rugli. Það heyrðist eiginlega bara í þeim, sem gerðu ekkert nema að hrópa með í chorus-num (Sesar A t.d.). Svo komu á svið nokkrir úr Rotweiler hundum. Það var ekki mikið betra, því ekkert heyrðist í Bent í því prógrammi. Það er með ólíkindum að svona klúðrist á svona tónleikum. Sama hversu góðir menn eru á sviði (og þeir voru jú ansi hressir), þá er lítið gaman þegar að það heyrist ekkert í neinum.


Eftir að það atriði klárast var sýnd snotur stuttmynd, þar sem að Snoop svaf hjá tveim gellum og skaut svo aðra þeirra. Í þeirri mynd var víst eitthvað plott, en textinn heyrðist illa sökum slaks hljóðs í höllinni. Snoop kom svo á svið og byrjaði á *Murder was the Case* í nokkuð slappri útgáfu, en eftir það var leiðin hiklaust uppá við. Snoop fór í gegnum mörg af sínum bestu lögum. Flest lögin voru af Doggystyle og svo nokkur af nýju lögunum, sem hann hefur sungið sem dúett með tónlistarmönnum, sem eru vinsælli en hann sjálfur meðal yngstu kynslóðarinnar, svosem *P.I.M.P.*, *Signs* og *Drop it Like It’s Hot*.

Við PR vorum þau auðvitað spenntastir fyrir gömlu Doggystyle og Chronic slögurunum, enda það bestu plöturnar hans Snoop. Hann tók mörg bestu lögin af þeim plötum, svo ég var nokkuð sáttur við prógrammið. Á milli laga gerði Snoop svo mikið úr því að fá salinn til að syngja með sér og hann virtist hafa alla í vasanum. Reyndar gerði hann eiginlega alltof mikið af þessu og þetta var alltof langt. Maður nennir bara að segja “Iceland is da best” og “We love you Snoop” visst mörgum sinnum áður en það verður þreytandi.


Þannig að tónleikarnir voru góðir, ég fékk það sem ég hafði búist við. Ekki síður skemmtilegt var að fylgjast með fólkinu á tónliekunum. Ég hata að hljóma einsog Íhaldsmaður og flestir sem þekkja mig vita að ég er mikill fylgismaður þess að stelpur klæði sig létt og gangi í pilsum, en ég verð hreinlega að vera sammála því sem [Ásgeir Helgi skrifar á Deiglunni í gær](http://www.deiglan.com/index.php?itemid=8860):

>Ég hafði aldrei tekið eftir þessu fyrr, en það er staðreynd að stúlkur, rétt um fermingaraldur klæða sig margar hverjar eins og mellur.

Vandamálið er ekki að fermingarstelpurnar klæði sig einsog þær séu fullorðnari en þær eru, heldur er vandamálið að þær klæðast fötum, sem að stelpur á framhaldsskóla-aldri og uppúr, myndu *aldrei* klæðast nema á grímuballi. Það er alveg ljóst að ef maður hefur sérstakan áhuga á að sjá léttklæddar fermingarstelpur, þá voru tónleikarnir í gær staðurinn til að vera á. Þetta var allavegana nóg til að breyta mér í íhaldsmann í fyrsta skiptið. Kannski er þetta bara aldurinn. Allavegana klæddust stelpurnar ekki svona í minni sveit þegar ég var á þessum aldri. Ég hefði þó sennilega verið alsæll með það ef svo hefði verið.

Aldursbilið var talsvert þrengra en á flestum tónleikum, sem ég hef séð. Þeir allra elstu virtust vera um þrítugt og svo náði þetta niður í um 12-13 ára krakka. Þeir elstu voru auðvitað þarna útaf Doggystyle, en þeir yngri hafa sennilega hrifist af Snoop í gegnum dúettana, sem hann hefur flutt að undanförnu. Allavegana var mest fagnað þegar *Drop it like it’s hot* var spilað, en minna fagnað þegar að *Wit Dre Day* og hans bestu lög komu. Sem er magnað.

3 thoughts on “Bow wow wow yippy yo yippy yay”

 1. Hann reyndi að fá fólk með sér að syngja textana en það þekkti það enginn svo þá breytti hann um stíl for fór í ‘Iceland is daBest’ og svo framvegis.

  Hann þetta var gott, hef séð hann betri en þessi tónleikar voru allt öðruvísi. Hann er töffari aldarinnar.

 2. Ég sá ekki tónleikana hérna heima en af dóminum í Mogganum að dæma og því sem þú skrifar virðist þetta hafa verið svipað og á Roskilde.

  Ég verð nú að segja að þetta “I love Snoop” dæmi er frekar þreytandi til lengdar. Hann minnti mann dáldið á stelpur sem manni þóttu sætar í fjarlægð þegar maður var 15 ára og svo þegar maður kynntist þeim eða talaði við þær voru þær bara frekar glataðar.

  Frambærilegur á plötunum og myndböndin eiga það til að vera skondin en tónleikar þar sem hann flytur bara 7-8 lög og kallar svo eftir einhverri dýrkun þess á milli er ekki my cup of tea.

  Snoop er eitthvað kjánalegur í þessu dæmi sínu. Spilar örfá lög er þess á milli að kalla eftir einhverri lotningu úr krádinu. Er það málið?

 3. Já, ég held nú reyndar að Höskuldur hafi verið að “ýkja” þennan lagafjölda. Eða það er að ýkja hversu fá lög hann tók. Þau voru talsvert fleiri en 7-8.

  En já, nokkuð sammála þér, Bíó

  Og það að fólk kunni ekki textana er ekki nógu góð afsökun fyrir því að fara útí þessa endalausu rútínu.

  Annars, ef það er einhver að lesa þennan svarhala, þá vil ég benda á [gagnrýnina hans Jensa](http://www.jenssigurdsson.com/?p=739):

  >EN við þessa hyllingu á hetjunni minni, Pac, fór ég að líta í kring um mig og sá ekkert annað en 13 ára léttklæddar stúlkukindur -og náttúrlega kindina Einar sem var við hliðina á mér og fór að pæla. Vá hvað ég er át of pleis og við Einar báðir. Við erum svona nokkurnvegin 2×13 ára en samt …þetta er tónlistin okkar: Chronic, Hundastíll og All eyez on me …þetta var okkar partítónlist. Afhverju fíla ég mig þá svona át of pleis? Eru þessar stelpur ekki frekar át of pleis? Og hvað með þessa 3 bræður sem komu ofanaf beisi til að bera Snoop augum þeir fíla sig örugglega líka át of pleis í þessu hafi af Britneyspírs-lúkk-a-lækum?

  Jamm.

Comments are closed.