Breytingar

Ég er aðeins búinn að vera að breyta síðunni hjá mér. Í fyrst lagi tókst mér að setja upp MySQL gagnagrunn til að halda utan um færslurnar. Hvað þýðir þetta fyrir þig, lesandi góður? Nákvæmlega ekki neitt. En þetta gerir mér lífið léttara, sérstaklega á þeim vefsvæðum, sem ég nota Movabletype til að halda utan um efni ótengt bloggsíðum.

Svo breytti ég líka tilvísanakerfinu, sem er á öllum síðunum með einstaka færslum. Þessar síður voru orðnar fáránlegar, þar sem leit.is var með alltof margar tilvísanir. Núna setti ég skilyrði að færslan þyrfti að vera heimsótt að minnsta kosti tvisvar til að tilvísinunin birtist.

Vá, hvað þetta er þurr færsla.

Ég ætla svo bara að bæta því við að ég hélt að ég myndi fá mun meira feedback á Davíðs færsluna mína. Greinilegt er að lesendur þessarar síðu hafa meiri áhyggjur af heimsmálunum heldur en ómerkilegu þvaðri á Íslandi. Það þykir mér reyndar gott.

One thought on “Breytingar”

  1. Maður var bara svo ánægður að sjá þig sjá málin eins og þau eru að maður var ekkert að tjá sig.

    Sjálfur er ég fyrrum xD maður 🙂

Comments are closed.