Bruce Springsteen í Stokkhólmi

Einsog ég talaði um fyrir viku, þá fórum við Margrét á tónleika með Bruce Springsteen á Stockholm Stadion síðasta fimmtudag. Stadion er Ólympíuvöllurinn hérna í Stokkhólmi og er ekki með sæti fyrir nema um 13.000 manns á íþróttaviðburðum. Hins vegar þá var á þessum tónleikum nánast allt grasið nýtt undir stæði fyrir tónleikagesti, þannig að alls voru um 30.000 manns á staðnum. Springsteen hélt þrjá tónleika hérna í Stokkhólmi um síðustu helgi og þessir voru þeir fyrstu.

Við vorum eiginlega eins óheppin með veður og hægt er að vera í júní í Stokkhólmi. Það var kalt og rigning á tónleikunum. Það þýddi þó að við fengum þann bónus að Springsteen byrjaði tónleikana á gamla Creedence Clearwater slagaranum “Who’ll stop the rain”. Ég tók nokkrar myndir, sem eru hérna.

Annars leit set-listinn svona út:

Who’ll Stop The Rain
Badlands
My Lucky Day
Prove It All Night
Outlaw Pete
Out In The Street
Working On A Dream
Seeds
Johnny 99
The Ghost of Tom Joad
Raise Your Hand
I’m Goin’ Down
Cadillac Ranch
Because The Night
Wild Thing
Waiting On A Sunny Day
The Promised Land
The Wrestler
Kingdom Of Days
Lonesome Day
The Rising
Born To Run

Uppklapp
Hard Times
Bobby Jean
Land of Hope and Dreams
American Land
Glory Days
Twist And Shout
Dancing In The Dark

Þetta voru einfaldlega stórkostlegir tónleikar. Springsteen verður sextugur í september, en hann er hreint fáránlega góður á tónleikum. Hann virðist hafa gaman af því að koma fram og lagalistinn hans er frábær blanda af nýjum lögum og gömlum slögurum. Ég var búinn að kynna mér set-listana vel fyrir tónleikana, þannig að ég vissi nokkurn veginn við hverju mátti búast. Það má segja að einu vonbrigðin hafi verið þau að hann tók ekki Thunder Road.

En á móti því kom að hann tók hreint stórkostlega útgáfu af “The Wrestler”, sem hann hefur ekki tekið alltaf (og þetta var í eina skiptið sem hann tók það lag í Stokkhólmi). Einsog ég sagði áður þá byrjaði Springsteen á Who’ll stop the rain og svo keyrði hann inní Badlands, sem er nánast alltaf hans upphafslag. Í næstum því þrjá tíma fór hann svo á kostum. Hann tók ótrúlega góðar útgáfur af nýjum lögum (þar sem Outlaw Pete og The Wrestler báru af) ásamt gömlum slögurum inná milli – auk þess sem hann tók óskalög frá áhorfendum, sem að báðu um þau með því að halda uppi skiltum.

Hann endaði svo prógrammið á Born To Run, sem hefur verið eitt af mínum uppáhaldslögum í mörg ár. Í hreint stórkostlegri uppklappsseríu tók hann æðislega útgáfu af American Land (sem ég elska) áður en hann endaði á tveimur vinsældaslögurum, Glory Days og Dancing in the Dark. Allan tímann var hann á fullu um sviðið og slakaði aldrei á. Hápunktarnir: Wrestler, Ghost of Tom Joad, Born to Run og American Land.

Ég er búinn að bíða í mörg ár eftir að sjá Springsteen og ólíkt mörgum eldri tónlistarmönnum sem ég hef séð, þá stóð Springsteen 100% undir öllum þeim væntingum, sem ég gerði mér fyrir tónleikana. Að horfa á tónleika á íþróttavöllum er auðvitað aldrei jafn skemmtilegt og í minni sal, en þessir tónleikar eru samt klárlega meðal þeirra 5 bestu sem ég hef séð á ævinni.

Springsteen er einfaldlega meistari.

2 thoughts on “Bruce Springsteen í Stokkhólmi”

 1. Þetta hefur verið frábært kvöld. Leiðinlegt með veðrið samt. Ég sá hann í Parken fyrir rétt rúmlega ári síðan. Þá var setlistinn svona:

  Two Hearts
  Radio Nowhere
  Out in the Street
  The Promised Land
  Spirit in the Night
  Blinded By the Light
  Something in the Night
  Trapped
  Gypsy Biker
  Working on the Highway
  Hungry Heart
  Because the Night
  She’s the One
  Livin’ in the Future
  Mary’s Place
  I’m on Fire
  Downbound Train
  For You (solo piano)
  The Rising
  Last to Die
  Long Walk Home
  Badlands
  Jungleland
  Seven Nights to Rock
  Born to Run
  Ramrod
  Bobby Jean
  Dancing in the Dark
  American Land

  Ég varð ótrúlega glaður þegar I’m on Fire og Downbound Train komu back to back.

 2. Þetta lítur líka rosalega vel út. Gaman að sjá líka að ef maður sér hann seinna, þá er hann ekki endilega að taka sömu lögin. Ég væri til dæmis meira en til í að heyra Jugnleland, Downbound Train og I’m on Fire.

Comments are closed.