Bulls og Air Canada

Við Hildur erum að fara á NBA leik á eftir. Hildur hefur aldrei farið á körfuboltaleik hérna, þannig að við ákváðum að kaupa okkur miða á Bulls-Raptors.

Það er nokkuð síðan ég keypti þessa miða, sem kostuðu 15 dollara og hafði ég planað að sjá Vince Carter spila. Hann er hins vegar meiddur og spilar ekki með.

Ég hef séð Bulls spila tvisvar og hafa þeir unnið í bæði skiptin. Núna hafa þeir hins vegar tapað sjö leikjum í röð. Ef þeir vinna í röð, þá er ég klár á því að ég er týnda lukkudýrið þeirra og mun heimta að fá að skipta við Benny the Bull.

Það verður þó nokkuð gaman að sjá nýju Bulls leikmennina, Jalen Rose, Eddie Curry og Tyson Chandler.

One thought on “Bulls og Air Canada”

Comments are closed.