Cast Away

Talandi um eyjur, þá fór ég í síðustu viku á Cast Away, nýju Tom Hanks myndina. Við ætluðum reyndar að fara á Traffic, en það var uppselt á hana. Cast Away var bara nokkuð góð, þrátt fyrir að hún hafi verið mjög langdregin.

Í raun var Tom Hanks einn að tala við blakbolta hálfa myndina. Myndin er þó meira spennandi en hún hljómar.