Tónlist og djamm

Á rípít þessa dagana:

I’m the Ocean – Neil Young (af Mirror Ball)
Natural beauty – Neil Young (af Harvest Moon)
Landslide – Fleetwood Mac
Beverly Hills – Weezer (af óútkominni plötu Make Believe)
Speed of Sound – Coldplay (af óútkominni plötu X&Y)
Solitude Sometimes Is – Manic Street Preachers (af Lifeblood)

Ég hef átt [Mirror Ball](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/97358/neilyoung?pageid=rs.ArtistDiscography&pageregion=triple1) í 10 ár, en aldrei gefið henni raunverulegan sjens. Ég keypti hana sem Pearl Jam aðdáandi, en það má segja að núna sé ég að gefa henni annan sjens sem Neil Young aðdáandi. Ég hef verið svona semi-aðdáandi Neil Young í gegnum tíðina, en það er ekki fyrr en núna síðustu mánuði, sem ég er farinn að hlusta virkilega mikið á hann.

Young er snillingur. Svo einfalt er það. Hef verið að hlusta aftur mikið á [Harvest](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/306863/neilyoung?pageid=rs.ArtistDiscography&pageregion=triple1) og svo einnig [Harvest Moon](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/301333/neilyoung?pageid=rs.ArtistDiscography&pageregion=triple1), [After the Gold Rush](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/241138/neilyoung?pageid=rs.ArtistDiscography&pageregion=triple1), [American Stars ‘n’ bars](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/319684/neilyoung?pageid=rs.ArtistDiscography&pageregion=triple1) (sem inniheldur mitt uppáhaldslag með Neil Young, Like a Hurricane) og [Freedom](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/153132/neilyoung?pageid=rs.ArtistDiscography&pageregion=triple1). Allt eru þetta *frábærar* plötur. Var núna líka að redda mér [Tonight’s the Night](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/197063/neilyoung?pageid=rs.ArtistDiscography&pageregion=triple1). Er bara rétt að byrja að hlusta á hann, á ennþá gríðarlega mikið inni. Það er frábært.


Ég var á árshátíð í vinnunni í gær, en er samt búinn að vera furðu hress í dag. Ég er í stjórn starfsmannafélagsins og hafði því séð eitthvað um undirbúninginn, þrátt fyrir að ég hefði verið úti síðustu daga. Allavegana hátíðin var algjör snilld og ég skemmti mér frábærlega. Á móti Sól spiluðu fyrir dansi og þeir voru lygilega góðir í að halda starfsfólki, sem er 20-65 ára gamalt, á dansgólfinu. Mjög gott!

Fór síðan með tveim stelpum úr vinnunni á Hverfisbarinn og síðar Vegamót. Frábært kvöld og ánægjulegt að ég hafi farið á léttvínsdjamm án þess að gera einhvern skandal. Það gerir það að vakna daginn eftir mun bærilegra 🙂

Er ég kominn heim?

Kominn aftur í Vesturbæinn.

Ég var ólýsanlega þunnur í fluginu í dag. Langaði að æla á sænsku tuskuna við hliðiná mér. Þetta var með erfiðari flugum, sem ég hef upplifað.

Þessi þynnka á sér sínar skýringar.

Ég er búinn að vera í Stokkhólmi undanfarna 3 daga. Var þarna á söluráðstefnu hjá Van Melle (Mentos) fyrir öll Norðurlöndin. Þarna voru fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum og ræddum við takmörk og nýjungar fyrir næsta ár.

Í gær héldum við svo öll kynningar fyrir nýja markaðsherferð á Mentos og voru veitt verðlaun fyrir bestu kynninguna. Ég vann þá keppni þrátt fyrir að ég hafi gert kynninguna mína einn inná hótelherbergi í Gautaborg en hin löndin hafi haft fjölda fólks til að hjálpa sér.

Í verðlaun voru 15.000 evrur (um 1,2 milljón króna), sem á að nota í markaðssetningu hér á landi. Vonast til að þessi herferð fari af stað seinnipart sumars eða þá í byrjun næsta árs. Það var tilkynnt um úrslitin í kvöldverði á veitingastað í Djurgarden. Ég fékk því að fara á djammið og í flugið í dag með risavaxna ávísun, sem vakti gríðarlega athygli.

Allavegana, eftir kvöldverðinn fórum við svo flestöll á djammið. Kíktum á [Cafe Opera](http://www.worldsbestbars.com/city/stockholm/cafe-opera-stockholm.htm) og [Spy Bar](http://www.worldsbestbars.com/city/stockholm/the-spy-bar-stockholm.htm). Ég drakk vodka, hvítvín og bjór, sem mig grunar að sé ástæðan fyrir þessari hrikalegu þynnku. Var að til klukkan 4 í morgun en var svo mættur á fund klukkan 8. Tók síðan flugvél til Íslands um tvö leytið, sem var einsog áður sagði martröð líkust.


Ég veit að ég hef áður [minnst á það](http://www.google.com/search?q=%22sea+change%22+site%3Aeoe.is&sourceid=mozilla-search&start=0&start=0&ie=utf-8&oe=utf-8&client=firefox-a&rls=org.mozilla:en-US:official) en Sea Change með Beck er einfaldlega æðisleg plata. Ég er ekki alveg að fíla Guero nógu vel. Ég fíla rólega Beck og hann er aldrei betri nema á Sea Change. Elska að hlusta á þessa plötu þegar ég er þunnur. Líður einsog það sé sunnudagur. Mikið er það fínt að það sé föstudagskvöld.

Til útlanda

Er að fara út í fyrramálið vegna vinnu. Byrja á því að fara til Varsjár í gegnum Stokkhólm. Verð þar í tvo daga. Annan daginn þarf ég að vinna, en hinn ætla ég að nýta í labb um borgina, sem ég gat ekki skoðað mjög vel síðast.

Þaðan fer ég svo á laugardaginn til Stokkhólms, þar sem ég ætla að eyða helginni. Fer svo á sunnudagskvöld til Gautaborgar, þar sem ég fer á fund. Þaðan aftur til Stokkhólms á tveggja daga ráðstefnu og svo heim þarnæsta föstudag.

Á morgun þarf ég sennilega að bíða á flugvellinum í Stokkhólmi í 6 tíma. Það er *eins gott* að þar sé eitthvað almennilegt hægt að gera.

Veit því ekki hversu algengar uppfærslur verða hérna næstu daga.

Petals around the rose

Yeesss!!! Ég rakst á [þessa þraut](http://www.borrett.id.au/computing/petals-j.htm) á síðunni hans [Halla](http://www.icomefromreykjavik.com/halli/archives/000214.html). Í gær glímdi ég við þetta í hálftíma en áttaði mig ekki á lausninni. Svo áðan datt mér eitt í hug og prófaði það og það virkaði! Þannig að ég er semsagt búinn að fatta lausnina (sönnunargagn). Mikið er ég stoltur! Mæli með að fólk [prófi](http://www.borrett.id.au/computing/petals-j.htm)


Annars var ég með starfsmannapartí á Serrano heima hjá mér í gærkvöldi. Það stóð yfir til klukkan 3 með tilheyrandi fjöri. Íbúðin mín er öll í drasli, en ég er kominn hálfa leið með þrifin.

Er gríðarlega stoltur af því að ég vaknaði klukkan 8 til að fara á fund hjá [framtíðarhópnum](http://www.framtid.is/). Óhófleg kaffidrykkja varð þess valdandi að ég komst vel frá þeim fundi og er núna gríðarlega hress eftir að hafa fengið mér búllu hamborgara í hádegismat.

Horfði svo á [mest frúestrerandi knattspyrnulið í heimi](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/04/16/16.16.36/) og er nú að reyna að safna krafti til þess að fara útí matvörubúð til að klára undirbúning fyrir matarboð í kvöld. En mikið djöfull getur gengi Liverpool dregið úr mér allan kraft.

Hvað á barnið að heita?

Það má segja að gærkvöldið hafi markað ákveðin tímamót í mínu lífi. Í fyrsta skiptið var ég staddur í strákapartýi með vinum mínum, þar sem talað var um barnanöfn!!! Þegar þetta rann upp fyrir mér bað ég viðkomandi vinsamlegast að hætta og reyndi að skipta um umræðuefni. Í partýinu var líka gerð tillaga að ferðalagi, sem átti að fara í eftir 15 ár, það er *eftir* að börnin eru vaxin úr grasi.

Er ég orðinn svona gamall? Eða eru vinir mínir bara orðnir svona gamlir? Ég veit ekki. En samt, þá var gærkvöldið frábært. Fékk góða vini í heimsókn, við grilluðum og drukkum til miðnættis þegar við fórum niður í bæ. Enduðum á Vegamótum, þar sem var verulega fínt. Ég var kominn ágætlega í glas fyrir Vegamót en inni á staðnum var verið að hella Captain Morgan í allt fólkið, svo það varð ekki til að bæta ástandið. En samt frábært. Alltof langt síðan ég hef farið í bæinn. Alltof langt! Það var þó greinilegt að prófin eru að byrja því það var lítið af fólki og sætum stelpum á Vegmótum. Held þó alveg örugglega að [þessi gaur](http://www.imdb.com/name/nm0000579/) hafi verið á efri hæðinni í gær.


Annars barst talið að Suður-Ameríku í gær. Ég man að á Vegamótum fékk ég alveg einstaka löngun til að fara á ekta Suður-Amerískt djamm. Sat á Vegamótum mestallan tímann. Ég elska djammið einsog það var í Suður-Ameríku, þar sem var dansað allt kvöldið. Og ekki bara þessi hópdans, sem er stundaður á íslenskum stöðum, heldur bauð maður stelpum upp til að dansa salsa. Allt kvöldið. Ég verð að finna mér kærustu, sem finnst gaman að dansa og helst að búa í borg, sem er nógu stór til að geta haldið uppi almennilegum salsa klúbb.

Fór skyndilega að hugsa um gamalt djamm, veit ekki nákvæmlega af hverju, en skyndilega fannst mér Vegamót ekki vera spennandi í samanburðinum. Djammið, sem ég rifjaði upp var þegar ég hélt uppá tvítugsamfmælið mitt í Mexíkó. Ég og kærastan mín á þeim tíma, Gabriela, ákváðum að eyða afmælishelginni í Acapulco, sem er um 6 tíma keyrslu frá Mexíkóborg, þar sem ég bjó á þeim tíma.

Kvöldið, sem ég átti afmæli fórum við á stærsta klúbbinn í Acapulco. Við tókum leigubíl þangað og þegar við stigum útúr leigubílnum var lengsta röð, sem ég hef séð fyrir utan skemmtistað á ævinni. Við vorum þó varla stigin útúr bílnum þegar að dyraverðir staðarins veifuðu á okkur og hleyptu okkur fram fyrir alla. Ástæðan var sennilega blanda af því að Gaby var sæt og að ég var ljóshærður. Það að vera ljóshærður getur gert ýmsa hluti fyrir mann í þessari heimsálfu.

Staðurinn sjálfur var algjört æði með útsýni yfir Acapulco frá dansgólfinu. Einsog á flestum skemmtistöðum í Mexíkó voru allir drykkir innifaldir í miðaverðinu. Við fengum okkur því bara sæti, gáfum þjónustustelpu smá þjórfé og eftir það kom hún með eins mikið tekíla og við gátum í okkur látið. Síðan dönsuðum við allt kvöldið.

Það var það eina, sem þurfti uppá hið fullkomna djamm; góður skemmtistaður, æðisleg stelpa, smá tekíla og salsa.

Spurningalisti

Jæja, þá er síðan með Ungfrú Reykjavík komin upp. Ég get nú lítið talað um að sú keppni sé sponsor-uð, nema þá að K sé eitthvað að [styrkja](http://ungfruisland.is/fullmynda.php?lang=is&idcategory=9&id=27) keppnina.

En allavegana, hver keppandi fær þennan líka ljómandi skemmtilega [spurningalista](http://www.ungfruisland.is/fullmynda.php?lang=is&idcategory=9&id=32), sem þær svara misvel. Þar sem ég hef ekki skrifað inn neitt af viti undanfarna daga ætla ég að spreyta mig á [listanum](http://www.ungfruisland.is/fullmynda.php?lang=is&idcategory=9&id=21):


**Foreldrar:** Einar Kristinsson & Ólöf Októsdóttir

**Nám-Vinna:** Markaðsstjóri

**Áhugamál:** Fótbolti, Ferðalög, tónlist, aðrar íþróttir

**Draumastarfið:** Forstjóri míns eigin risafyrirtækis

**Draumabíllinn:** Skiptir ekki máli, bara að ég verði með einkabílstjóra svo ég sleppi við að keyra sjálfur. Það er mikilvægast

**Uppáhaldsmaturinn:** Burrito á Serrano, hvað annað? Jú, og nautasteik. Já, og hamborgari á Johnny Rockets. Já, og BBQ Chicken Pizza á California Pizza Kitchen. Já, og Arroz con Pollo auðvitað. Já, og ekta mexíkóskar tacos á taqueria í Mexíkó.

**Er Ísland ævintýraland?**: Eflaust.

**Hvað er tíska?** Kræst, næsta spurning.

**Hvernig er fullkominn laugardagur:** Hmmm… þetta er erfitt. En ok: [Natalie](http://netstorm.pwp.blueyonder.co.uk/wallpapers/Natalie%20Portman%20-%20Portrait%20Desktop%20Wallpaper.jpg) vekur mig um morguninn og vill ólm sofa hjá mér. Hvað getur maður gert?

Ég fer svo framúr og kveiki á sjónvarpinu. Horfi þar á Liverpool vinna Manchester United 6-0. Milan Baros skoraði þrennu og Roy Keane tvö sjálfsmörk. Alex Ferguson gleypir tyggjó. Fæ mér bjór.

Ákveð svo að skella mér í göngutúr um [nágrennið](http://www.cityofsydney.nsw.gov.au/). Kíki á ströndina, þar sem allar stelpurnar dást að ótrúlega lögulegum líkama mínum. Verð að afþakka nokkur boð um “guilt-free” kynlíf, þar sem ég og Natalie eru jú par. Hitti vini mína og við spilum fótbolta saman.

Um kvöldið förum við Natalie svo saman útað borða á ástralskt steikhús og borðum æðislegar steikur og drekkum rauðvín. Öllum á óvart, þá mætir Frank Sinatra á svæðið og tekur nokkur lög, bara fyrir okkur tvö.

Við kíkjum svo útá næturlífið og endum með okkar vinum á salsa stað, þar sem við dönsum stanslaust salsa og merengue langt fram á morgun.

**Hvernig ætlar þú að slá í gegn?**: Með því að skrifa um sjálfan mig á netinu. Já, eða verða þekktur fyrir mikið viðskiptavit.

**Hver er þekktasta persónan sem þú hefur séð?** Ok, ég hef séð ansi marga. Sá páfann í Venezuela, Fujimori í Venezula, Bob Dylan í Kansas og Bono í Chicago. En ef það er átt við hvort maður hafi heilsað viðkomandi, þá myndi ég segja Lauryn Hill og Wyclef þegar ég sat og spjallaði við þau á leið til New York. Og Luke Wilson, sem ég sat með í leigubíl.

**Hver er besta bíómynd, sem þú hefur séð?** Ya llego la feria, 110 mínútur af stórkostlegum tékkneskum leiðindum frá 1960, sem ég sá á Kúbu. Ah, ok, *besta* myndin. Ok, það er Pulp Fiction.

**Er eldhúsið staður fyrir konur?** Jammm, alveg eins. Þær mega samt líka alveg vera á fleiri stöðum.

**Lístu sjálfum þér með einu orði**: Magnaður!


Annars þá hlýtur [þessi stelpa](http://ungfruisland.is/fullmynda.php?lang=is&idcategory=9&id=27) að vinna.

Í boði?

Glöggir lesendur þessarar síðu komu fyrir nokkrum vikum auga á það að keppnin um Ungfrú Vesturland [var í boði Diet Coke](https://www.eoe.is/gamalt/2005/03/19/19.41.33)

[En](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?album=2&pos=23
) [hvaða](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?album=2&pos=21
) [fyrirtæki](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?album=2&pos=19
) [ætli](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?album=2&pos=17
) [styrki](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?album=2&pos=1
) [fegurðarsamkepppni](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?pid=117&fullsize=1
) [Norðurlands](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?album=1&pos=14
)?
[Mér](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?album=3&pos=5
) [dettur](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?pid=14&fullsize=1) [ekkert](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?pid=135&fullsize=1
) í [hug](http://www.vaxak.is/modules/Coppermine/displayimage.php?pid=127&fullsize=1
)!


Annars var ég að horfa á Liverpool leik í dag með tveim vinum mínum. Helminginn af seinni hálfleikinn hafði ég áhyggjur af því hvað ég yrði í hræðilega vondu skapi ef Liverpool myndi bara ná jafntefli. En svo kom Igor Biscan og [reddaði](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/04/02/16.08.13/) deginum fyrir mér.

Það getur stundum verið með ólíkindum mikill léttir að koma hjartans efnum frá sér til vina. Gerði það nú í vikunni og líður talsvert betur eftir það.

Ég er byrjaður að drekka grænt te. Ég hélt að geðveiki mín hefði náð hámarki þegar ég byrjaði að drekka sódavatn, en þetta er án efa nýr toppur. Mér hefur alltaf þótt te vera viðbjóður. Verst var coca teið, sem mér var gert að drekka í Bólivíu.

Ég fór nefnilega ásamt vinum mínum í flugvél frá Asuncion í Paragvæ beint til La Paz Bólívíu, sem er eitthvað um 3000 metrum hærra yfir sjávarmáli en Asuncion. Því fékk ég hrikalegan hausverk, enda á hausinn minn oft erfitt með að jafna sig eftir miklar hæðabreytingar. Innfæddir sögðu mér að te úr kókaín laufum væri það eina, sem myndi virka á hausverkinn. Ég píndi þann óþverra oní mig og reyndi að tyggja kókaín laufin, en án árangurs.

Síðan þá hef ég haft óbeit á te-i, en er nokkurn veginn kominn yfir það skeið núna.

Einnig fékk ég mér fisk í matinn í vikunni. Það er þriðja stig geðveiki að mínu mati og mamma myndi ábyggilega tárast við að heyra þetta, hún væri svo stolt. Reyndar sagði vinur minn, sem kom í heimsókn, að öll blokkin mín angaði af fiskifýlu. Sem er ekki gott. En vissulega ákveðin hefnd fyrir fólkið, sem er alltaf að djúpsteikja kjúklinga í blokkinni.

Fyrir utan gluggann minn í Vesturbænum er snjór. Einsog ég hef sagt áður, þá er þetta veður á þessu landi fáránlegt. Hreinlega fáránlegt.

Föstudagurinn

Í dag hef ég gert eftirfarandi hluti:

* Vaknað með hausverk og hálsríg klukkan 9
* Unnið í fjóra klukkutíma – og losnað þar með við samviskubitið
* Drukkið kaffi og búið mér til samloku.
* Horft á 101 Most Sensational Crimes of fashion, Queer Eye for the straight guy, Dismissed og Chapelle Show. Ég veit, ég er með magnaðan sjónvarpssmekk.
* Hreinlega farið á kostum í [MVP Baseball 2005](http://www.easports.com/games/mvp2005/home.jsp)
* Eldað nautasteik með sveppum og hvítlauksbrauði. Fokk, ég er svo góður kokkur að ég ætti hreinilega að opna minn eigin veitingastað.
* Drukkið fyrsta bjórinn minn í langan tíma.
* Hlustað á nýju Beck plötuna tvisvar sinnum.
* Hlustað á The Band.
* Þvegið þvott.

Jamm, þetta er búinn að vera merkilegur dagur.

5 daga frí

Ég er ekki mikill frí-á-Íslandi maður. Ég lifi fyrir sumarfrí og ferðalög, en ég veit hins vegar ekkert hvað ég á að gera með þessi 4-5 daga frí, sem koma upp tvisvar á ári hér á Íslandi.

Byrjaði daginn á körfubolta með vinum mínum, sem var góð byrjun og sá til þess að ég fór allavegana útúr húsi. Núna veit ég hins vegar ekkert hvað ég á að gera við restina af fríinu. Það er sól í Vesturbænum og því fæ ég samviskubit við að horfa á sjónvarpið. Einnig er ég viss um að ég fæ samviskubit ef ég klára ekki tvö verkefni, sem ég hef dregið ansi lengi.

Foreldrar mínir, öll systkin og börn þeirra eru erlendis. Það er hreinlega magnað. Ég er því eini fjölskyldumeðlimurinn á Íslandi, þannig að varla kvarta ég yfir offramboði á matarboðum.

Ég er eiginlega hálf fúllt útí sjálfan mig fyrir nýta ekki fríið í að fara til útlanda. En ég meina hey. Ég reyni bara að gera eitthvað gagnlegt.


[Þetta blogg](http://www.gudrunveiga.blogspot.com/) er snilld.

Já, og stelpur. Ef ykkur vantar dagatal, þá [mæli ég með þessu](http://cheesedip.com/misc/thehoffcalendar05.doc).