Boltinn

Ég var að koma heim frá Champaign, þar sem ég er búinn að vera síðan í gær að keppa í fótbolta. Við komum þangað um klukkan 3 og voru þá 10 mínútur í fyrsta leik, sem var á móti University of Iowa. Við gátum því ekkert hitað upp, en það kom ekki að sök, þar sem við unnum leikinn 4-0. Ég lék frammi og skoraði eitt mark með hjólhestaspyrnu.

Annars fórum við með heil ósköp af færum. Í dag spiluðum við svo við Western Michigan og unnum þá 2-0 en í síðasta leiknum töpuðum við 5-2 fyrir Indiana State. Það var rosalegur leikur, því dómarinn, af einhverjum ástæðum, dæmdi af mark, sem ég skoraði. Leikurinn varð frekar grófur, enda fannst leikmönnum Indiana einkar gaman að sparka í okkur, sérstaklega mig og Dave, sem var með mér frammi. En ég meina hei, þetta var ágæt helgi.

Zentra

Zentra klúbburinn var bara fínn. Mjög stór og með flottum bakgarði, sem var opinn, enda var veðrið frábært. Það kom mér þó á óvart hvað það var lítil biðröð fyrir utan, en staðurinn var flottur.

Kínahverfið

Við Hildur fórum í Kínahverfið, sem er í suðurhluta Chicago, í gær. Þetta er fínn staður, með fullt af vetingastöðum og búðum. Við versluðum eitthvað smá, keyptum okkur ginseng og te. Ég keypti einnig ginseng tyggjó, sem var frekar skrítið á bragðið.

Matvöruverslanir

Þegar ég kem inní góða matvöruverslun hérna í Bandaríkjunum líður mér oft einsog ég sé frá Kúbu. Hérna er ótrúlegt vöruúrval. Maður getur valið um 40 tegundir af gosdrykkjum, 50 tegundir af jógúrti og svo framvegis. Alltaf virðist vera að koma nýjar og nýjar vörutegundir inn. Í matvörubúðum á Íslandi virðist takmarkið frekar vera að takmarka vöruúrvalið. Það er auðvitað röng stefna. Ég vil hafa valið.

Síðasta færslan

Þá er það sennilega síðasta færslan frá Íslandi. Ég á flug til Minneapolis klukkan 5 í dag og þaðan á ég tengiflug til Chicago. Get ekki beðið eftir því að byrja í skólanum aftur. Ég verð svo væntanlega með reglulegar uppfærlsur frá Bandaríkjunum enda miklu auðveldara að skrifa á vefinn þegar maður er í skóla. Lifið heil!

Ég sá það í sjónvarpinu

Ég sá það í sjónvarpinu að Stöð 2 ætlar að vera með íslenska útgáfu af Who wants to be a Millionaire. Ég er mikill aðdáandi þáttanna í Bandaríkjunum en einhvern veginn efast ég um að íslensku þættirnir verði jafnskemmtilegir. Það toppar einfaldlega enginn Regis Philbin, maðurinn er snillingur. Verðlaunin hérna á Íslandi eru líka frekar slöpp, ein milljón króna, eða 83 sinnum lægri en í Bandaríkjunum og 117 sinnum lægri en á Bretlandi.