Tres Locos

Ég fór á Tres Locos í gær. Það er ekki góður veitingastaður. Í fyrsta lagi þurftum við að bíða í 50 mínútur eftir matnum. Maturinn var ekkert spes. Svo þegar við vorum enn að borða byrjuðu starfsmennirnir að taka saman hin borðin og henda þeim út á götu. Svo opnuðu þeir hurðina uppá gátt, svo við vorum að frjósa úr kulda. Æji, ég er nú ekki mikið fyrir að kvarta svona, en mikið ofboðslega var þetta nú slappt.

Dauft

Það virðist ekki vera mikið að gerast á netinu í dag, enda veðrið frábært. Ég er núna í matarhléi, er aðeins að reyna að vinna í dag. Seinna í dag fer ég svo auðvitað á landsleikinn. Það verður stuð.

Ég horfði á Kastljós í

Ég horfði á Kastljós í gær og var þátturinn mjög áhugaverður. Þar voru Arnþór Helgason og Björgvin G. að þræta um heimsókn Li Peng. Ég hef séð Arnþór halda ræður nokkrum sinnum, aðallega í tengslum við mótmæli á viðskiptabanninu við Írak. Þar hefur hann talað fyrir mannréttindum og á móti harðstjórum. Ég var nokkuð hrifinn af ræðum hans og taldi hann vissulega vera mikinn mannúðarsinna.

Það er skemmst frá því að segja að skoðun mín breyttist í gær. Þá rann upp fyrir mér að hann, eins og alltof margir, eru aðeins mannúðarsinnar þegar viss lönd eiga í hlut. Hann mótmælir þegar menn eru teknir af lífi í Bandaríkjunum en reynir að gera lítið úr því þegar mótmælendur eru teknir af lífi í Kína. Það er augljóst að hann er ekki á móti mannréttindabrotum, heldur er hann einungis á móti Bandaríkjunum og öðrum áhrifamiklum þjóðum í hinum vestræna heimi.

Ég sé þetta því miður alltof oft. Bæði vinstri- og hægrimenn gera sig sekir um þetta. Vinstri menn eru fljótir að mótmæla þegar Bandaríkjamenn ráðast inní önnur lönd, en gleyma svo því þegar þjóðir einsog Kúba og Kína fara illa með þegna sína.

Hægri menn eru lítið skárri. Þeir mótmæla harðlega þegar menn einsog Castro eða Li Peng fremja illvirki en eiga það svo til að fyrirgefa mönnum mannréttindabrot þegar hinir sömu menn aðhyllast markaðsstefnu.

Afmæli

Ég þakka þeim, sem óskuðu mér til hamingju með afmælið um daginn. Takk takk. Annars var ég að klára að vinna og sit núna fyrir framan tölvuna að bíða eftir því að miðar á Moby í Chicago fari á sölu. Þeir fara á sölu á Ticketmaster klukkan 10 að Chicago tíma, eða eftir um 5 mínútur. Vonandi næ ég miðum.

Jibbííí, ég á afmæli í

Jibbííí, ég á afmæli í dag. Er orðinn 23 ára. Þá er ekki úr vegi að kíkja á stjörnuspána mína í dag:

Leo: (July 23–Aug. 22)
the pale morning mist reveals your prints on the fat dead prostitute’s ass

Futurice

Ég fór á Futurice í gærkvöldi og var það bara fín sýning. Það var reyndar helvíti erfitt að standa samfleytt í 4 klukkutíma. Ég var líka orðinn mjög svangur í endann, enda borðaði ég bara Opal og Chupa Chups allan tímann. Sýningin var þó flott og tónlistin ágæt. Reyndar fannst mér síðasta sýningin, sem átti að vera aðalnúmerið, vera hálf ómerkileg.

Ég var núna að kaupa

Ég var núna að kaupa mér miða á Buena Vista Social Club, sem verða með tónleika í Chicago Theatre í Október. Það eru snillingar. Ég var reyndar pínulítið svekktur að missa af tónleikum með Molotov og Café Tacuba, sem verða í ágúst.

Egilsstaðir

Ég er núna staddur á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Fínt hótel í þessum fallega bæ, þar sem alltaf er gott veður. Í dag er ég búinn að selja í bæjunum hér í kring. Ég gisti síðustu nótt á Djúpavogi. Það er lítill og fallegur bær, þar sem 11-11 verslunin er opin til kl. 19 á kvöldin. Annars var mjög fínt að gista þarna, enda var hótelið, Hótel Framtíð, fínt.

Annars er ég að fara

Annars er ég að fara í söluferð á Austfirði á morgun. Ég heimsæki alla bæi frá Höfn að Kópaskeri. Gisti annað kvöld á Djúpavogi og svo tvær nætur á Egilsstöðum. Þetta er þriðja árið, sem ég fer í þessa ferð og kann ég ágætlega við mig þarna. Sérstaklega vegna þess að golfvöllurinn á Egilsstöðum er skrítinn og skemmtilegur. Ég kem svo tilbaka á föstudagskvöld.