Djamm

Þá er djamm helgarinnar búið. Þetta er búið að vera fínt. Á föstudag var ég í partýi allt kvöldið en í gær ég í partýi niðrí í bæ og fór svo á einhverja skemmtistaði. Það hlýtur að vera markaður fyrir fleiri skemmtistaði, því allir staðirnir, sem ég fór inná voru alveg svakalega fullir. Annars er ég núna á eftir að fara að flytja. Ég ætla að flytja í íbúðina, sem systir mín á vestur í bæ. Þar ætlum við Hildur að búa í sumar.

Kominn heim

Allavegana þá kom ég til Íslands í gærmorgun eftir alveg fáránlega langa ferð frá Chicago. Það voru náttúrulega seinkanir og vesen einsog alltaf. En Flugleiðir redduðu málinu með að setja mig af einhverjum ástæðum á Saga Class. Það er ekkert smá fínt. Núna getur maður aldrei flogið “coach” aftur.

Á Íslandi

Ég er núna kominn aftur til Íslands. Náttúrulega er maður strax kominn inní vinnu. Það er reyndar enginn kominn ennþá og kaffivélin virkar ekki, þannig að ég ákvað bara að blogga.

Gifting

Ég var að frétta að Genni vinur minn og Sandra, kærastan hans væru að fara að gifta sig í Júlí. Þvílík snilld. Þar sem Genni veit ekki hvað tölvupóstur er, þá er ekkert hægt að óska honum til hamingju, en ef þau lesa þetta, þá segi ég bara til hamingu.

Menning

Hildur og ég fórum á Art Institute of Chicago, sem er sennilega með merkari söfnum í heiminum. Við vorum að fara í fyrsta skiptið á þetta safn og var það alveg frábært. Þarna eru mörg fræg verk, einsog Mao eftir Andy Warhol, Nighthawks eftir Edward Hopper, American Gothic eftir Grant Wood og fleiri þekkt og frábær verk.

Clubbing

Ég og Hildur fórum í gærkvöldi á Circus, sem er einn stærsti næturklúbburinn hérna í Chicago. Hann er geðveikur. Maður sér hvað það vantar mikið almennilegan næturklúbb heima á Íslandi.

Hár

Í gær, þá litaði ÉG hárið á Hildi brúnt. Kannski ætti ég að fara í hárgreiðslunám? Hildur snoðaði mig líka fyrir nokkrum dögum og tókst henni nokkuð vel upp.

Dillo

Ég veit að ég ætti sennilega að vera að læra núna, en ég nenni því einfaldlega ekki. Gærdagurinn var skemmtilegur. Við eyddum deginum niður við vatnið, þar sem voru tónleikar allan daginn. Um kvöldið var svo bara fjör.

Crobar

Í gærkvöldi fórum við Hildur á Crobar, sem er einn vinsælasti næturklúbburinn hérna í Chicago. Þetta er m.a. uppáhaldsstaðurinn hans Dennis Rodman. Það ætti að segja nokkuð mikið um staðinn. Allavegana þá er staðurinn hreinasta snilld. Við skemmtum okkur þvílíkt vel. Ég hef aldrei verið á svona pökkuðum stað áður. En samt snilld.