Crobar

Í gærkvöldi fórum við Hildur á Crobar, sem er einn vinsælasti næturklúbburinn hérna í Chicago. Þetta er m.a. uppáhaldsstaðurinn hans Dennis Rodman. Það ætti að segja nokkuð mikið um staðinn. Allavegana þá er staðurinn hreinasta snilld. Við skemmtum okkur þvílíkt vel. Ég hef aldrei verið á svona pökkuðum stað áður. En samt snilld.

Línuskautar

Hildi tókst loksins að sannfæra mig um að kaupa mér línuskauta. Þannig að í gær á meðan Íslendingar voru að horfa á Eurovision fórum við niðrí miðbæ og keyptum línuskauta. Í gærkvöldi spreytti ég mig í fyrsta skipti. Þvílíkir tilburðir hafa ekki sést síðan Emil sló í gegn í Buenos Aires.

Whassup

Hérna er enn ein útgáfan af Whassup auglýsingunum. Þessi útgáfa blandar saman The Matrix og Whassup. Ef þú hefur ekki ennþá séð Whassup auglýsingarnar þá verðurðu að kíkja á Budweiser.com

visi.is, þar sem eitthvað par, sem var á ferðalagi um Asíu, sendi reglulega inn ferðasögurnar sínar. Mér fannst þetta ekkert voðalega skemmtilegt. Ég las nokkrar uppfærslur og mér fannst þær frekar daufar. Ég og vinir mínir héldum uppi svipaðri síðu á Leifur.com og var hún ágætlega vinsæl. Það er hins vegar ekki mjög spennandi að lesa ferðasögur frá einhverju fólki, sem maður þekkir ekki, nema þær séu þeim mun betur skrifaðar. Ég veit ekki hvort að einhverjir, sem þekktu okkur ekki hafi rekist inná síðuna og hvort þeir hafi haft nokkurn áhuga á sögunum okkar.

Annað, sem er athylisvert á visi.is og einnig á mbl.is er að um leið og Manchester United er dottið út úr meistaradeildinni, þá hættir öll umfjöllun um deildina á þessum fréttavefjum. Ég þurfti að fara á CNN/SI til að finna hvort að undanúrslitin væru örugglega í dag.

Lottó

Ég spilaði í Lottóinu um helgina. Vinningurinn var 230 milljónir dollara. Ég keypti miða fyrir 2 dollara. Ég trúi því ekki ennþá að ég hafi ekki unnið.

Heimsókn

Þetta er búin að vera góð helgi. Pabbi og Októ bróðir minn voru hérna Í Chicago í viðskiptaferð. Við Hildur gistum á hótelinu, sem þeir voru á. Herbergið okkar var stærri en íbúðin okkar. Ég held að það segi nokkuð mikið um íbúðina okkar. Í gærkvöldi borðuðum við í Signature Room, sem er á 95. hæð í Hancock byggingunni, sem var geðveikt.

Í dag fórum við í McCormick place, þar sem FMI matvörusýningin var haldin. Við eyddum deginum þar og var það nokkuð áhugavert.

Chicago

Chicago borg er alveg æðisleg í svona góðu veðri. Það er búinn að vera um 25 stiga hiti hérna síðustu daga, sem er ekki mjög gaman þegar maður er í próflestri, en ég var búinn í bili í gær og því fórum við Hildur niður í bæ. Við löbbuðum um miðbæinn og nágrenni og fengum okkur svo að borða á Pizzeria Uno en þar voru einmitt búnar til fyrstu deep-dish pizzurnar og voru þær mjög góðar. Við fórum svo í bíó.

Reyndar þurftum við að bíða í 3 klukkutíma því það var uppselt á næstum allar sýningar á myndinni, sem við ætluðum að fara á, Gladiator. Við fengum þó loksins miða á ellefu sýningu. Myndin er frábær. Endilega sjáið hana þegar hún kemur heim til Íslands.

Tap og Eurovision

Það er nú ekki mikið að gerast núna. Það er nokkuð svekkjandi að vakna klukkan átta á laugardagsmorgni, fara í lest í klukkutíma niður í bæ á írskan bar og horfa svo á enska fótboltaliðið sitt tapa. Ekki gaman. Annars var ég að ná mér í íslenska Eurovision lagið á MP3. Lagið er ekki gott. Reyndar er það mjög lélegt. Ef við vinnum þá er heimurinn geðveikur.

Elian True

Dan vinur minn benti mér á þessa síðu, sem er alger snilld, Elian True. Þessi síða er sennilega enn fyndnari ef þú hefur séð auglýsingarnar, sem hún er byggð á. Þetta eru Whassup Budweiser auglýsingarnar, sem eru bestu auglýsingar, sem ég hef séð. Þær hafa verið sýndar hérna í Bandaríkjunum í vetur og verið gríðarlega vinsælar. Gaurarnir, sem leika í þeim eru orðnar stjörnur og Whasssup er orðin mjög algeng kveðja hérna. Til að sjá þessar frábæru auglýsingar farðu bara á Budweiser og smelltu Whassup

Gleðilega páska

Gleðilega páska.

Ég hef ekki mikið að segja enda gerist ekki mikið á páskunum. Hildur fékk þó páskaegg í póstinum og nýja Verzlunarskólablaðið, þannig að maður hefur eitthvað að gera því það er bannað að læra á páskunum.

Annars vil ég bara kvarta yfir því að það skuli ekki vera til annar í páskum hérna í Bandaríkjunum.