Viðtal við Roger Ebert

Ég er lengi búinn að ætla að vísa á þetta viðtal við Roger Ebert, sem að birtist í Esquire.  Ebert er Chicago búi og sennilega þekktasti kvikmyndagagnrýnandi í heimi.  Fyrir nokkrum árum þurfti að fjarlægja kjálkann úr Ebert vegna krabbameins og síðan þá hefur hann hvorki getað borðað né talað.

Síðan þá hefur hann notað netið í sífellt meira mæli og er orðinn einn af vinsælustu Twitter notendunum – og sá sem ég hef einna mest gaman af að lesa.

Í vikunni var hann svo gestur hjá Opruh.  Gawker birtir nokkra búta úr því viðtali. Allavegana, ég mæli með Ebert á Twitter og greininni í Esquire.

Verðlagning Sýnar

Ég þarf nauðsynlega að fara að skrifa e-ð á þessa síðu.  Hef svo sem nóg til að skrifa um.

En þangað til þá bendi ég á þessa [grein og umræðu á Liverpool blogginu um verðlagningu á Sýn 2](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2007/07/21/12.55.07/).  Okkur á blogginu tókst að koma af stað mjög góðum umræðum um þessa verðlagningu og varð það m.a. til þess að rætt var um þetta í íþróttaþætti í útvarpinu í hádeginu og einnig verður fjallað um þetta í Íslandi í Dag.

Annars er ég bara hress.

Lesbísk gengi að taka yfir Bandaríkin, Fratellis, Emil og fleira

Ó, Bill O’Reilly er snillingur

Eftir viðtalið viðurkenndi viðmælandi Bills eftirfarandi hluti:

Hann sagði í viðtalinu að í Washington DC væri 150 lesbísk gengi. Hið rétta er að í borginni eru 150 gengi og af þeim séu hugsanlega einhver lesbísk. Einnig sagði hann í viðtalinu að þessi lesbísku gengi væru orðin landlæg plága, en réttara hefði verið að segja að á landsvísu væru vaxandi áhyggjur af öllum tegundum af gengjum og að einhver þessara gengja væru lesbísk.

Fox News klikka ekki. (via [Dlisted](http://dlisted.com/node/12433))

* * *

Þetta er [rosalegur bíó trailer](http://www.apple.com/trailers/paramount/11808/large.html) (via [DF](http://daringfireball.net/linked/2007/july#tue-10-011808))

* * *

Ég var [afskaplega hress (og drukkinn) á djamminu á Vegamótum á laugardaginn](http://www.flickr.com/photos/elinsvafa/756336427/) Þrátt fyrir að myndin af mér sé hræðileg, þá er hún samt betri en fyllerísmyndir af mér eru vanalega. Það segir meira en mörg orð. Emil vinur minn er þarna að pósa með pósu sem hann hefur sjálfur fullkomnað í gegnum árin. Pósan heitir “Að taka Emil”. Fáir ná henni jafnvel og hann.

* * *

Nú hlusta ég ekki á útvarp, þannig að ég veit ekki hvort að Flathead með The Fratellis var einhvern tímann vinsælt lag hérna á Íslandi. En eftir að ég kom frá USA er ég með það á heilanum. Mig langar alltaf til að hoppa þegar ég hlusta á það. Sem þýðir að ég hlusta helst aðeins á það inní herbergi hjá mér, svo að nágrannarnir haldi ekki að ég sé að verða geðveikur.

Þú getur hlustað á Fratellis lagið á [MæSpeis prófílnum þeirra](http://www.myspace.com/littlebabyfratelli). Ef þú vilt hlusta á lagið á meðan þú horfir á mynd af mér og lest um mig, þá geturðu líka hlustað á það á [MæSpeis prófílnum mínum](http://myspace.com/einaro). 🙂

Ok, ekki meira kaffi.

Ástir á MæSpeis og í Séð & Heyrt

Ó, það er svo rómó að skoða forsíðuna á Séð & Heyrt þessa vikuna, sem ég rakst á útí Melabúð (smellið á myndina til að fá stærri útgáfu).

MySpace ást

Tvennt er athyglisvert við þessa frétt. Fyrir það fyrsta, þá virðist vera einhver von fyrir þá þúsundir erlendra karlmanna, sem að hanga á MæSpeis síðum íslenskra stelpna (sérstaklega þeirra ljóshærðu). [Fyrst þessi ástarsaga](https://www.eoe.is/gamalt/2007/04/17/17.05.07/) og svo núna er það sjálf Ungfrú Ísland. Ég ætti kannski að eyða enn meiri tíma á MySpace 🙂

En án alls gríns, þá finnst mér seinni punkturinn við þetta mál vera hálf krípí – eða allavegana miðað við þær forsendur sem ég gef mér (sem ég veit ekki hvort eru réttar). Við greinina er slatti af myndum. Þar á meðal myndir af Jóhönnu með stjúpmömmu sinni og eftir að hún var krýnd Ungfrú Ísland. Þær myndir eru sagðar vera teknar af Birni Blöndal, en að aðrar myndir séu “úr safni”.

Þetta “úr safni” finnst mér hálf skrýtið þar sem ég get hreinlega ekki séð annað en að hinar myndirnar séu myndir teknar af MySpace síðu Jóhönnu. Þarna er stór mynd, sem ég get ekki betur séð en að sé [prófíl mynd Jóhönnu](http://www.myspace.com/jaywe) þessa stundina (þau að leiðast á ströndinni). Sú mynd er klárlega tekin af netinu þar sem hún er í mjög lélegri upplausn í Séð & Heyrt. Ég verð því að efast um að Jóhanna hafi látið S&H fá myndirnar – þar sem hún á væntanlega myndirnar í hærri upplausn í sínu einkasafni.

Hinar myndirnar sem eru í greininni eru svo alveg dæmigerðar MæSpeis myndir (meira að segja ein mynd sem er tekin í spegli – gæti ekki verið meira MæSpeis!). Til að mynda er mynd af stráknum í mjög grófri upplausn. Jóhanna er með lokað á sinn prófíl, nema fyrir vini, þannig að ég get ekki sannreynt að myndirnar séu allar á MySpace síðunni hennar.

Nú má vel vera að þetta sé allt rangt hjá mér – en einsog þetta lítur út fyrir mér þá hefur einhver frá Séð & Heyrt komist inná **lokaðan** MæSpeis prófíl hennar Jóhönnu (sem er væntanlega ekki ýkja erfitt), lesið ferðasöguna hennar og tekið svo myndirnar hennar og búið til úr því blaðagrein.

Mér finnst þetta alveg óheyrilega krípí.

RÚV?

Hefur einhver, sem

a) vinnur ekki fyrir fjölmiðla eða
b) er ekki á þingi

áhuga á þessu RÚV máli? Jesús hvað mér finnst þetta óspennandi. Ef að fréttir, Kastljós og Spegillinn fá að haldast á dagskrá, þá er mér nokk sama um RÚV.

Fréttir?

Talandi um innihaldslausar fréttir. Fyrsta fréttin á Vísir.is er þessi stórfrétt: [Áfengissala tvöfaldast nú fyrir áramótin](http://www.visir.is/article/20061229/FRETTIR01/61229069).

NO FOKKING SJITT!