Síma blogg

Ég setti upp smá upp smá GSM blogg [hér](http://einaro.gsmblogg.is). Ætla að reyna að senda einhverjar myndir frá Istanbúl. Veit þó ekki hvort þetta muni virka úti, en vonandi get ég sent eitthvað skemmtilegt.

Fimm ára

Fyrir tveim vikum, þá varð þessi síða fimm ára gömul. Ég steingleymdi afmælinu, enda var ég í Póllandi. Núna hef ég haldið þetta út án hvíldar síðan [22. apríl 2000](https://www.eoe.is/gamalt/2000/04/22). Veit ekki um neinn á Íslandi, sem hefur haldið svona lengi út án hvíldar.

Til hamingju ég!

Gúrka?

Hversu mikil gúrka er í fréttum á Íslandi þegar [aðalviðtalið](http://media.gagna.net/uskefnistod2/clips/2005_04/2015/islidag2.wmv) í næst-vinsælasta fréttaþættinum á Íslandi er við tvo stráka úr Keflavík, sem stjórna sjónvarpsþætti á keflvískri sjónvarpsstöð, þar sem þeir mynda fulla Keflvíkinga strippandi á djamminu?


[Þessi færsla](http://abuse.is/web/majae/?p=699) hjá Maju er snilld!

Annars bætti ég tveim bloggum inná RSS listann minn um helgina. Bæði eru snilld. [Anna.is](http://www.anna.is/weblog/) og [Halli](http://www.icomefromreykjavik.com/halli/).


Já, og [þetta mynddband](http://movies.collegehumor.com/media/movies/b-ball-e-mail.mov) er helvíti magnað. Minnir óneitanlega á þau tilþrif, sem ég er vanur að sýna í Sporthúsinu á fimmtudögum.

Aukinn hraði

Fyrir ykkur, sem nota Firefox á PC þá er [þetta algjör snilld](http://rc3.org/cgi-bin/less.pl?arg=6887). Þetta jók hraðann á Firefox umtalsvert hjá mér.

Fyrir ykkur, sem notið Explorer á PC, í Guðanna bænum skiptið yfir í [Firefox](http://www.mozilla.org/products/firefox/). (via [A.wholeloattanothing](http://a.wholelottanothing.org/))

Stelpu- og strákablogg

Er það bara ég, eða eru það bara stelpur, sem blogga opinskátt um sitt einkalíf? Ekki að ég hafi sérstaklega mikinn áhuga á einkalífi karlmanna útí bæ, en það er skrítið að rekast aldrei á nein slík skrif frá strákum.

Í morgun vaknaði ég alltof snemma og nennti ekki að gera neitt af viti, þannig að ég fór heljarinnar bloggrúnt. Á þeim rúnti rakst ég á síðu, þar sem stelpa skrifar látnum kærasta sínum bréf. Síðan las ég síðu hjá stelpu (skrifað undir nafni), sem virtist vera brjáluð á sunnudagsmorgni yfir því að kærastinn hennar hefði verið að halda framhjá henni kvöldið áður (eða það las ég allavegana útúr færslunni). Reyndar var svo færslan farin út um hádegi. Las svo aðra síðu, þar sem nafnlaus stelpa var að kvarta yfir því að maðurinn hennar ynni alltof mikið og að kynlífið þeirra væri rúst og svo framvegis og framvegis.

Það skrítna við þetta er að nánast öll þau stelpublogg, sem ég les, fjalla um einkalíf stelpnanna. Margar eru þær á lausu og tala mjög opinskátt um stráka, fyrrverandi sambönd og tilvonandi sambönd. Þær hika svo ekki við að rakka fyrrverandi kærasta niður þegar þeir segja eða gera eitthvað vitlaust. Af hverju rekst maður ekki á nein svoleiðis strákablogg. Af hverju þegja þeir alltaf?

Eru þeir bara rólegri, eða eru þeir svo busy við að sýnast vera töff, að þeir vilja ekki opinbera veikleika sína einsog stelpur virðast vera tilbúnar að gera (allavegana í nokkrar mínútur)? Eða nenna þeir bara ekki að velta sér uppúr vandræðum sínum?

Aldur

Þar hafiði það…


You Are 22 Years Old


Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view – and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what’s to come… love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You’ve had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You’ve been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

Ekki það að mig langi að vera 22 ára aftur.

Fokk, hvað mér leiðist. Ég er hálfpartinn að vona að Steven Gerrard taki tveggja fóta tæklingu á einhvern Suður-Ameríkubúann til að reyna að hrista upp í þessum sýningarfótbotlaleik, sem ég er að horfa á á Sýn. Þetta er alltof hægt allt saman.

Er að fara í fótbolta á eftir, en er með magaverk, hausverk og er auk þess örmagna af andlegri og líkamlegri þreytu. Úfff. Annaðhvort verður fótboltinn vítamínsprauta eða þá að ég verð alveg ónýtur á eftir.

Og fyrirgefið, en hversu fokking geðveikur er þessi Jonathan í Amazing Race? Hvernig getur konan þolað þetta?

Össur bloggar

Ja hérna, Össur Skarphéðinsson, Krataforingi er [byrjaður að blogga](http://ossur.hexia.net/). Hann byrjar af krafti og það er meira að segja hægt að kommenta við allar færslur. Hægt er að nálgast RSS skrá [hér](http://web.hexia.net/roller/rss/ossur).

Össur skrifar þetta í stuttum og hnitmiðuðum bloggstíl og hann fellur ekki í þá gryfju, einsog aðrir pólitíkusar, að skrifa á heimasíður sínar einsog þeir séu að skrifa í Morgunblaðið. Björn Bjarna skrifar reyndar meira í bloggstíl, en pistlarnir hans eru alltaf svo fáránlega langir að ég gefst upp á lestrinum.

Mér líst vel á þetta framtak hjá Össuri og það sýnir vissulega kjark að hafa opið fyrir komment. Ég veit ekki hvað það er, en mér finnst stjórnmálamenn alltaf setja sig í alltof hátíðlegar stellingar í skrifum á heimasíðurnar sínar. Össur virðist vera óformlegri í þessum skrifum og fyrir vikið verður þetta að ég held skemmtilegra.

Svona við fyrsta lestur virkar síðan sæmilega áhugaverð, sem er mjög ólíkt þeim skrifum, sem tíðkast. Langflottast væri náttúrulega að fá blogg frá ungu þingmönnunum, sem væri skrifað einsog þeir væru actually yngri en fimmtugt. Ef að það væri til dæmis ekki mynd uppí horninu, þá væri erfitt að gera sér grein fyrir því (eftir lestur síðunnar) að [Dagný þingkona](http://www.xb.is/dagny/frettin.lasso?id=2367) skuli bara vera 28 ára gömul.

Væri ekki gaman að sjá bloggsíður hjá ungu þingmönnunum, sem sýndu okkur að þau væru actually einsog flest ungt fólk? Væri ekki gaman að fá blogg frá Dagnýju þar sem hún hneykslast yfir Bachelorette eða frá [Ágústi Ólafi](http://agustolafur.is/), þar sem hann talar um sætu stelpurnar á Austurvelli? Þetta fólk hlýtur að hafa um eitthvað meira spennandi að skrifa en einhverja stjórnmálafundi útí bæ. Ég efast ekki um að þessir þingmenn myndu fá fleiri heimsóknir á síðurnar sínar og myndu njóta meira fylgis ef að skrif þeirra væru ekki jafn hátíðleg.

Ummælin tekin af

Ok, vegna þessa djöfulsins SPAM kjaftæðis, þá hef ég ákveðið að prófa að taka komment af í svo sem einn dag. Set þau aftur upp um helgina. Aðferðin, sem Svenni [benti á](https://www.eoe.is/gamalt/2005/01/06/16.48.49/index.php#c9736) gekk semsagt ekki upp.

Í millitíðinni getiði bara sent mér póst einarorn (hjá) gmail.com eða talað bara við mig á msn, einaorn77 (hjá) hotmail.com

Vonandi að þessir fábjánar hætti svo þessu SPAM rugli.

Alsherjarárás!

Ég er undir einhverri svakalegri SPAM kommenta-árás. Eyddi 30 kommentum í hádeginu, en þau hafa komið jafnharðan inn. Það gengur ekki að setja inn MT-Blacklist hjá mér (fokking Windows server). Veit einhver hvað ég get gert?

Auk þessa er iPod-inn minn bilaður. Ég held hreinlega að ég fari heim og gráti mig í svefn.

Þeir, sem hafa hins vegar áhuga á að spila póker á netinu eða kaupa sér ódýrt viagra, geta fundið linka við sitt hæfi með flestöllum færslum á þessari síðu 🙂