Snilldarsími

Þetta er [SNILLD](http://reuters.com/newsArticle.jhtml;jsessionid=P24RMWI03NSE2CRBAEOCFEY?type=oddlyEnoughNews&storyID=6955367)!

Farsímafyrirtæki í Ástralíu býður nú kúnnum sínum að loka fyrir viss númer áður en það fer á djammið. Þannig að til dæmis er hægt að loka á númer hjá fyrrverandi kærustum, svo maður hringi ekki í þær þegar maður er orðinn vel drukkinn.

Þetta hefði hiklaust komið sér vel fyrir mig í nokkur skipti í gegnum tíðina. 🙂

Símayrirtækið fann út að 95% fólks í könnun hringir í fólk þegar það er á djamminu. 30% hringja í sína fyrrverandi, 19% til núverandi maka og 36% í aðra, svo sem yfirmenn sína.

Fyrirtækið fann einnig að 55% aðspurðra kíkja á gemsann sinn “morguninn eftir” til að sjá hverjir þeir hafa hringt í daginn áður. Hóst hóst.

Bloggedíblogg

Ég held því fram að það séu engir bloggarar, sem eru jafn beittir og ótrúlega fyndnir þegar þeir fjalla um persónur, sem þeir fíla ekki, einsog Toggipop og Dr. Gunni.

Það þarf varla frekari sannanna við en umfjöllun þeirra um Kristján Jóhannsson í Kastljósþættinum áðan: [Toggi Pop](http://toggipop.blogspot.com/2004_12_01_toggipop_archive.html#110193461692907184) – [Doktorinn](http://www.this.is/drgunni/gerast.html).


Ég horfði hins vegar ekki á þáttinn, heldur var ég á Players að horfa á Liverpool [vinna](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2004/12/01/22.50.12/) Tottenham í vítaspyrnukeppni. Mikið var það gaman. Og mikið hlýtur að vera leiðinlegt að vera Tottenham aðdáandi. Einnig er það augljóst að það er ekki beinlínis auðvelt að vera hávær stelpa inná þessum fótboltapöbbum.


Já, svo er ég á lista Mýslu [yfir frægt fólk](http://myslatysla.blogspot.com/2004_11_01_myslatysla_archive.html#110184670766237351), sem hún hefur hitt í Melabúðinni undanfarnar vikur. 🙂

Ljómandi skemmtilegt.

Þróun?

Þetta er [magnað](http://www.cbsnews.com/stories/2004/11/22/opinion/polls/main657083.shtml). Magnað!:

>Overall, about two-thirds of Americans want creationism taught along with evolution. **Only** 37 percent want evolutionism replaced outright. (feitletrun mín)

Hólí krapp! 37% Bandaríkjamanna vilja að hætt verði að kenna þróunarkenninguna í skóla. Og ekki nóg með það, heldur finnst fréttamanni CBS það vera svo lítið að hann segir “Only 37%”.

**37% Bandaríkjamanna** vilja að börnum sé eingöngu kennt í skóla að Guð hafi skapað heiminn á einni viku! Það þýðir að maður getur lært meira um vísindi með því að horfa á [Friends þátt](http://www.friends-tv.org/zz203.html) heldur en að fara í barnaskóla í Bandaríkjunum.

Nýr server

Þessi síða, ásamt [Liverpool blogginu](https://www.eoe.is/liverpool) og fleiri síðum er núna komnar yfir á splunkunýjan server.

Hvað þýðir þetta fyrir þig?

Jú, meiri hraði!!!

Komment ættu núna að koma inná síðuna á 6-7 sekúndum. Það er mikill munur frá því, sem áður var. Jei!

Elsa

Kannski er þetta bara ég, en mér finnst [Elsa Benitez sæt](http://center.sportscn.com/huabian/huabao/lg_1-6.html). Reyndar verulega sæt.

Ég vildi bara koma þessu að, af því að ég hef ekkert til að tala um. Jú, [þetta](http://www.jupiterfrost.net/archives/2004/11/15/18.08.18/index.php) eru ljómandi skemmtilegar umræður.

Nýtt útlit! Húrra!!!

Ehm, ok, ég var semsagt að breyta útlitinu á síðunni.

Ég verð seint kallaður mikill hönnuður, þannig að þetta er svona stolið úr ýmsum áttum. Hélt eftir litaþemanu (eða hluta af því) frá síðustu hönnun.

Ég skelli þessu upp núna, en mun skrifa meira um þetta og bæta við útlitið á næstu dögum. Það eru eflaust fullt af síðum, sem eru í hassi. Laga það síðar. En núna.. svefn.

It's a SIGN!

Serverinn fór enn einu sinni í fokk og fullt af dóti týndist, þar á meðal gamla útlitið á þessari síðu.

Ég gæti nú alveg reynt að finna þetta á Makkanum mínum. En í staðinn ætla ég að taka þetta sem merki um að það sé kominn tími á að breyta þessu útliti. Á meðan að ég vinn í útlitinu þá verður þetta tímabundna útlitið á síðunni. Gamla útlitið er búið að vera á síðunni í tvo ár. Fokk, ég var enn í sambúð þegar ég setti upp það útlit. Djöfull er langt síðan!

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

Í DAG, 22.OKTÓBER ER [ALÞJÓÐLEGUR CAPS LOCK DAGUR](http://www.derekarnold.net/capslockday/)!!!

Í DAG ER ÞVÍ SKYLDA HVERS OG EINS AÐ SKRIFA ÖLL E-MAIL OG ÖNNUR SKILABOÐ MEÐ STÓRUM STÖFUM. EINNIG EIGA ALLAR FÆRSLUR Á INTERNET(UNUM) AÐ VERA MEÐ STÓRUM STÖFUM.

TAKK FYRIR OG TIL HAMINGJU.

JÁ, OG SVO ERU ÞETTA NÁTTÚRULEGA STÓRTÍÐINDI: [#](http://kaninka.net/stefan/011077.html)

Ó leit.is, þú ert mögnuð leitarvél

Ég er búinn að röfla nógu oft um Leit.is á þessari síðu. Ég verð þó að bæta enn við þetta. Fyrir stuttu skrifaði ég [stutta færslu](https://www.eoe.is/gamalt/2004/10/13/11.55.36/), þar sem ég benti á dópsala síðuna, sem var fjallað um í fjölmiðlum.

Síðan þá hef ég sennilega fengið um 500 leitar fyrirspurnir af Leit.is (sjá [hala af fyrirspurnum](https://www.eoe.is/gamalt/2004/10/13/11.55.36/) í sjálfri færslunni). Ef leitað er að “Dópsalar” á leit.is, þá kemur *mín* síða fyrst upp. Ef hins vegar er leitað á Google kemur rétta Dópsala síðan hins vegar fyrst upp.

Ég er svo sem ekkert alltof hrifinn af þessari traffík á þessa einu færslu hjá mér. [Sumir](https://www.eoe.is/gamalt/2004/01/07/07.12.10/#3098) virðast hreinlega halda að ég sé [þessi pabbi, sem birtir nöfn dópsalanna](https://www.eoe.is/gamalt/2004/01/07/07.12.10/#3098). Það er orðið ansi slæmt ef fólk fattar ekki muninn á að vísa í viðkomandi síðu og að hafa í raun staðið fyrir síðunni.

Það er líka merki um hversu slöpp leitarvél Leit.is er, að á meðal þeirra 23 leitarniðurstaðna, sem sú síða fann, þá var *ekki ein* niðurstaðan rétt niðurstaða. Það er ansi magnað afrek. Ég geri ráð fyrir að 98% þeirra, sem hafi leitað að orðinu “dópsalar” hafi verið að leita að lista síðunni. Sennilega hafa flestir fundið hana í gegnum mína síðu, en það er náttúrulega ekki ásættanleg niðurstaða.