Serverinn fór enn einu sinni í fokk og fullt af dóti týndist, þar á meðal gamla útlitið á þessari síðu.
Ég gæti nú alveg reynt að finna þetta á Makkanum mínum. En í staðinn ætla ég að taka þetta sem merki um að það sé kominn tími á að breyta þessu útliti. Á meðan að ég vinn í útlitinu þá verður þetta tímabundna útlitið á síðunni. Gamla útlitið er búið að vera á síðunni í tvo ár. Fokk, ég var enn í sambúð þegar ég setti upp það útlit. Djöfull er langt síðan!
Nýttu tækifærið og taktu þátt í byltingunni fyrst MT er farið að rukka fyrir þjónustuna. WordPress.
…mjög ótengt og ekkert í samhengi við þessa færslu né þá e-h aðra færslu..bara forvitni…Af hverju “Serrano” ???
Hvað er málið með nafnlaus komment á þessari síðu??
Allavegana, hvað meinarðu? Ertu að spyrja hvaðan nafnið komi, eða eitthvað annað? 🙂
..úbbs, átti nú ekkert að vera nafnlaust – e-h frá litlu sys…en já hvaðan kemur það og af hverju…hehe…fór allt í einu að spá í það og varð bara að spyrja 🙂
Mér finnst nú að eyjamyndin verði að fá að njóta sín áfram á næsta “útliti” 😉
Neibbs, Hjördís, Eyjamyndin mun fjúka.
Og Urðz? Ég ætla að setja inn færslu um söguna á bakvið nafnið, en er of slappur til að gera það núna 🙂