Ég HATA SNJÓ!

Eruð þið ekki að grínast með þetta veður?

Ég get ekki annað en tárast þegar ég hugsa til þess að þessi mynd var tekin fyrir minna en tveim mánuðum.

Ef ég þarf að skafa bílinn minn í fyrramálið þá tapa ég mér. Ég er búinn að vera ferlega pirraður í vinnunni alla vikuna og þetta er ekki til að bæta ástandið. Mikið er ég samt glaður að það er allavegana að koma föstudagur…

5 thoughts on “Ég HATA SNJÓ!”

  1. Jamm, snjór sökkar. Og ég er enn á sumardekkjunum. Það tók mig laaangan tíma að komast í vinnuna í morgun, ég beisiklí skautaði bara…

    Þessi mynd af þér og flóanum fær mig samt ekkert til að líða betur sko…

  2. Oh.. lífið er óréttlátt, ég ELSKA snjó, en það snjóar svo sjaldan þar sem ég á heima….
    Ég mæli með því að þú komir þér upp góðu vetrarsporti Einar. Og vittu til, þá ferðu örugglega að bíða eftir snjónum á hverju ári…

  3. Hvaða hvað, Kristján. Ég hélt að myndin frá San Fransisco myndi hlýja fólki 🙂

    Bjarni, þú ert skrítinn! 🙂

    Og Erna, ég var einu sinni alltaf á skíðum, en svo flutti ég út og þegar ég kom heim voru allir á brettum og skíði voru geðveikt halló og allir á brettum. Og það má Guð vita að ég get ekki verið halló, þannig að ég hætti.

Comments are closed.