Bloggedíblogg

Ég held því fram að það séu engir bloggarar, sem eru jafn beittir og ótrúlega fyndnir þegar þeir fjalla um persónur, sem þeir fíla ekki, einsog Toggipop og Dr. Gunni.

Það þarf varla frekari sannanna við en umfjöllun þeirra um Kristján Jóhannsson í Kastljósþættinum áðan: [Toggi Pop](http://toggipop.blogspot.com/2004_12_01_toggipop_archive.html#110193461692907184) – [Doktorinn](http://www.this.is/drgunni/gerast.html).


Ég horfði hins vegar ekki á þáttinn, heldur var ég á Players að horfa á Liverpool [vinna](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2004/12/01/22.50.12/) Tottenham í vítaspyrnukeppni. Mikið var það gaman. Og mikið hlýtur að vera leiðinlegt að vera Tottenham aðdáandi. Einnig er það augljóst að það er ekki beinlínis auðvelt að vera hávær stelpa inná þessum fótboltapöbbum.


Já, svo er ég á lista Mýslu [yfir frægt fólk](http://myslatysla.blogspot.com/2004_11_01_myslatysla_archive.html#110184670766237351), sem hún hefur hitt í Melabúðinni undanfarnar vikur. 🙂

Ljómandi skemmtilegt.

6 thoughts on “Bloggedíblogg”

  1. Vá!

    Ég var að horfa á þennan þátt á netinu … og virðing mín fyrir karli flaug út um gluggann. Þvílíkt og annað eins hef ég sjaldan séð.

    “Hún er bara orðin rauð á brjóstin hún er svo æst, hahaha!”

    Hver í andskotanum heldur þessi karlfjandi að hann sé? Ég varð kjaftstopp þegar hann sagði þetta…

    Og ég tek undir með Dr Gunna, ef karlhelvítið fékk að veifa disknum sínum svona svakalega þarna, beina honum stöðugt í myndavélina og þröngva samtalið inná þá braut að ræða plötuna – um leið og hann var með argasta dónaskap við viðmælendur sína – þá ætti Doktorinn að fá að mæta þarna með spilið sitt bundið um bringuna á sér. Til að plögga, úr því að Kristján Jóhannsson fær að haga sér svona…

  2. Jamm ég horfði líka á þáttinn eftir að hafa leasið pistlana hjá Togga og Dr. Gunna og þvílík frammistaða hjá Kristjáni.

    Einsog einhver hlustandi í Tvíhöfða í morgun benti á að þetta með rauðu brjóstin hlyti að verða nokkurs conar catch-phrase: “Þú ert svo reið að brjóstin á þér eru orðin rauð”

    Besta var samt þegar það var verið að sauma að Kristjáni að þá var hann að furða sig á því að hann fengi ekki að plögga þennan hallærislega disk sinn. Er Kastljós ekki fréttaþáttur?

  3. Mig langar til að koma með eina tillögu .. if i may..

    Þar sem þið Serrano eigendur teljið okkur hinum (neytendum) trú um hvað maturinn ykkar er hollur .. af hverju setjiði ekki inn næringarupplýsingar um matinn á heimasíðu Serrano? Svipað eins og Subway gerir.

    Gætuð jafnvel fengið svona “Serrano-krakka” eins og Subway-krakkana .. sem lifa á Serrano í 3 mánuði og léttast um 50 kíló. Svo takiði myndir af liðinu fyrir og eftir … (er samt ekkert að miða ykkar mat við Subway .. enda Serrano miklu miklu betri ;))

    Neinei bara smá hugmynd sem ég hef gælt við í smá tíma ..

    En já annars er Kristján Jóhannsson fífl. Mér fannst hann alltaf sæmilegur kallinn .. en ekki lengur. Greyið kallinn er alveg að missa sig.

  4. Ehehemm, já. Þessi heimasíða hjá okkur er nú eiginlega alger hörmung, sem stafar af leti hjá mér 🙂

    Annars, sá ég ekki þessar upplýsingar á íslensku Subway síðunni. En ég skil hvað þú meinar. Það er vissulega athyglisverð pæling að setja þetta inn.

    Hugmyndin um Serrano-krakkana er vissulega athyglisverð. 🙂

  5. Ég skal vera Serrano-krakki!
    (Þá fengi ég frítt að borða á Serrano, er það ekki???) 😉

Comments are closed.