Ég var ekki alveg að fatta þetta, en trikkið er auðvitað auðvelt.
Category: Netið
Blogg, Verzló og stjórnmál
Vúhú, ég held að ég sé búinn að finna mér nýjan uppáhaldsbloggara, víst að Leti á neti virðist vera hættur. Nýja uppáhaldið er Svansson.net.
Guðmundur, sem heldur úti þeirri síðu er hagfræðinemi (fimm plúsar fyrir það) og svo er hann alveg lygilega góður í að finna hin ýmsustu deilumál milli bloggara, sem hann hefur svo lúmskt gaman af að blanda sér í. Hann skrifar reyndar ekkert um hagfræði, sem er mínus en það er þó fullt af gaurum, sem sjá fyrir því: 1 2.
Allavegana, þá er Svansson að benda á einhverjar deilur í mínum gamla skóla, Verzló. Þar sagði víst féhirðirinn af sér fyrir jól og hann virðist vera snillingur að dragast inní önnur deilumál innan skólans. Reyndar minnir þetta mjög mikið á svipuð mál, sem komu upp fyrir einhverjum 7-8 árum og Jens PR og Geir Gests skrifuðu um í 10 blaðsíðna grein, “Brestir og blóðug barátta”, sem birtist í 64. árgangi Verzlunarskólablaðsins, en ég sat í ritstjórn þess blaðs. Þá sögðu bæði féhirðirinn og forsetinn af sér vegna ásakana um spillingu (að mig minnir).
Allavegana þá á Stefán Einar í stöðugum deilumálum við aðra í skólanum og þá sérstaklega þá, sem vinna í nemendafélaginu. Sjá til dæmis umfjöllun hjá Svansson hér. Það er alveg lygilegt hvað Verzlingar taka þessa nemendafélagspólitík alvarlega. Ég var talsvert mikið í félagslífinu og hafði alveg ótrúlega gaman af. Ég hefði hins vegar aldrei nennt þessu ef að það hefðu verið stanslaus deilumál einsog virðast vera núna innan félagsins. Ég held að menn séu að taka sig full hátíðlega í þessum embættum. (n.b. Ég þekki ekki neinn aðila í þessum málum persónulega, ég hef bara lesið um þetta á netinu.)
Þessi færsla hjá Stefáni er til dæmis nokkuð mögnuð. Þar vitnar Stefán í einkasamtöl, sem ég held að menn ættu ekki að gera á bloggsíðum.
Blogg og stjórnmál
Það er annars eitt, sem ég var að pæla í. Það er nefnilega þannig að margir, sem hafa mjög vissar skoðanir á hlutunum og eru kannski sterkir í ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna, eru með bloggsíður. Þar eru menn oft mjög óvægir í gagnrýni á stjórnmálamenn og aðra. Hvernig verður það ef þessir menn fara seinna á ævinni í framboð. Ætli þeir muni vilja eyða blogginu, þar sem þar leynast ábyggilega óþægileg ummæli
Stefán Einar virðist líta út einsog framtíðar stjórnmálamaður. Hann fer hins vegar mikinn í gagnrýni á alla vinstri menn, kallar þingflokksformann Samfylkingarinnar “ein allra óhentugasta konan sem komið hefur inn í pólitík á síðustu árum” og segir svo að Ingibjörg Sólrún sé “sjálfhverfasta manneskja stjórnmálanna”. Gæti ekki verið svo að þetta yrði notað gegn honum seinna meir?
Nú eru líka menn einsog Ármannn Jakobsson, sem eru nokkuð áberandi í stjórnmálaumræðunni. Hann var nokkuð hispurslaus á síðunni sinni og kallaði Samfylkinguna “búllsjitt” flokkinn, sem er sennilega ekki jákvætt ef að hann vill í alvöru koma á vinstri stjórn. Ármann áttaði sig hins vegar á því að vegna þess að hann er svona áberandi, þá byrjuðu alltíeinu blaðamenn að lesa síðuna og vitna í hana. Þeir, sem skrifa blogg í dag gætu hins vegar áttað sig á því seinna meir (þegar þeir eru kannski orðnir þekktari í þjóðlífinu) að bloggsíðan eigi eftir að innihalda pistla, sem gætu komið þeim illa.
Ég er viss um að þessi síða mín inniheldur fullt af ummælum, sem gætu komið sér illa seinna meir. Ég er hins vegar ekki á leiðinni í framboð.
Tengt þessu, þá er Bjarni með skemmtilegar pælingar um vægi stjórnmálaumræðu á bloggsíðum.
Starbucks og McDonald's
Ja hérna, ég hélt að ég hefði nág ágætis árangri með því að fara á McDonald’s
í öllum löndum Suður-Ameríku. Það er hins vegar ljóst að þessi gaur er alveg að toppa mig. Hann hefur farið á 3381 mismunandi Starbucks staði.
Ætli ég hafi ekki farið á um 30 mismunandi Starbucks staði í Bandaríkjunum, svo ég á greinilega langt í land. Úff, ég þarf að fá mér kaffibolla.
Britney Spears og Írak
Já, þökk sé leit.is þá virðist lesendahópur þessarar síðu (eða allavegana hópur þeirra, sem rekst inná þessa síðu fyrir slysni) vera nokkuð breiður. Þannig að af 8 nýjustu ummælunum á síðunni eru fjögur um Britney Spears og 4 um Írak.
Ummælin um Britney Spears eru náttúrulega stórskemmtileg. Þar dirfðist einhver stelpa, sem heitir Anna Gunna að halda því fram að Britney væri ömurleg en strax kom önnur stelpa henni til varnar og segir að Britney sé albesta söngkona heims. Ég þori varla að blanda mér í þessar umræður.
Hins vegar þá er ég hneykslaður á því hvernig einhverjum dettur í hug að kalla George Bush versta leiðtoga í heimi. Er andúðin á Bandaríkjunum virkilega svona mikil meðal fólks? Heldur einhver í raun og veru að það væri betra að lifa undir stjórn Saddam Hussein heldur en GWB?
Annars á Thomas Friedman mjög góða grein í NYT, sem Ágúst Fl. var búinn að vitna í. Ætla samt að vitna í hann líka
Things could be better, but here is where we are ? so here is where I am: My gut tells me we should continue the troop buildup, continue the inspections and do everything we can for as long as we can to produce either a coup or the sort of evidence that will give us the broadest coalition possible, so we can do the best nation-building job possible.
But if war turns out to be the only option, then war it will have to be ? because I believe that our kids will have a better chance of growing up in a safer world if we help put Iraq on a more progressive path and stimulate some real change in an Arab world that is badly in need of reform. Such a war would indeed be a shock to this region, but, if we do it right, there is a decent chance that it would be shock therapy.
State of the Union
Ég er nú ekki vanur að vera með gagnrýni á Bandaríkin eða stefnu þeirra á síðunni, en þetta er nú samt mjög fyndið og vel gert: State of the Union (ath. 6.1 mb. Quicktime skjal). via Metafilter.
Hmmm, meira af Metafilter. Svo virðist, sem að strákur hafi <a href="http://www.metafilter.com/mefi/22971"framið sjálfsmorð þegar hann var á ircinu. Þessi strákur tók víst einhvern haug af pillum á meðan hann var að spjalla við félaga sínu á netinu. Hérna er hægt að nálgast samtölin og svo eru hér <a href="http://www.dovee.org/post-ripperlog.txt"samtöl meðal hinna eftir að hann deyr. Vissulega óhugnalegt en það eru flestir sammála um að þetta sé ekki plat.
Ættfræði
Þessi ættfræðivefur er nokkuð skemmtilegur. Ég var að fá notendanafn mitt og kíkti á þetta núna rétt áðan. Ég hef nánast engan áhuga á ættfræði og ég hafði ekki einu sinni hugmynd um hvað langafar og langöfur mínar hétu.
Þetta er hins vegar mögnuð síða og á augabragði sá ég mjög skýrt hverra manna ég er. Basically þá er þetta blanda af fólki frá Vestmannaeyjum, Mýrum og einhverjum fleiri stöðum.
Ég prófaði svo að rekja mig saman við fólk, sem ég þekki. Ég komst að því að langa-langa amma mín og langa-langa-langa amma hans Jens voru systur. Foreldrar þeirra voru Þórður Pálsson og Björg Halldórsdóttir, sem bjuggu í Suður-Þingeyjarsýslu í kringum aldamótin 1800.
Já, og svo voru langa-langa-langa-langa-langa ömmur okkar Friðriks systur. Þær voru uppi á 18.öld.
Öllu skrítnar er kannski að langa-langa-langa-langa-langa-langa amma mín og langa-langa-langa-langa-langa-afi fyrrverandi kærustunnar minnar voru systkin. Foreldrar þeirra voru Guðmundur og Guðlaug, sem voru uppi í Hrunamannahreppi í kringum aldamótin 1700. Reyndar er þetta komið svo langt aftur að ekki er vitað hverra manna þessi Guðmundur var. En þetta er samt alveg magnað.
Ég prófaði svo að rekja ættir mínar sem lengst aftur. Ég komst að manni, sem hét Arnbjörn Salómonsson, fæddur um 1400.
Jamm, og svo er Jón Arason biskup langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa (10 sinnum) afi minn.
Tölvupenni
Þetta er alveg hreint ótrúlega magnað.
Fann þetta í gegnum Metafilter
Google myndir
Já, ég ætla að halda áfram á hégómatrippinu mínu. Sindri bendir á hvernig eigi að fá Google til að finna réttu myndina af sér. Þannig að ég ætla að leika sama leikinn. Smellið hér: Einar
Það er náttúrulega hægt að leika sér áfram með þetta. Ég gæti til dæmis búið til þessa síðu: Hugo Chavez og látið alla halda að Hugo Chavez sé alveg ótrúlega líkur Patton, hundi eins vinar míns. Ég hef samt ekki hugmynd um hvort þetta virki.
Ég gæti líka vegna leikið mér aðeins að leit.is og búið til alls konar skemmtilegar færslur. Ég gæti til dæmis búið til færslu, sem héti: “Sætir strákar”, þannig að ef stelpur væru að leita að “sætum strákum” á leit.is, þá lentu þær beint inni á minni síðu. Vúhú! Ég er svo sniðugur!
Æji, þetta er komið nóg af þessari leitarvélavitleysu í bili. Jens PR er að safna saman lista yfir Movabletype notendur á Íslandi. Spurning hvort einhver nenni að þýða MT pakkann yfir á íslensku. Ég ætlaði einu sinni að gera það, en ég nenni því varla lengur. Þetta ætti þó ekki að vera mikið mál. Sjá hér.
Frægasti Einar í heimi – annar hluti
Einar: Í október setti ég mér það markmið að verða frægasti Einar í heimi, allavegana samkvæmt leitarvélum. Takmarkinu er ekki enn náð en þetta er þó allt að batna. (Einar)
Í október var ég númer 11 á Google en núna er ég númer 6. Reyndar er Northwestern síðan mín númer 2, en hún er náttúrulega niðri enda ég ekki lengur í þeim ágæta skóla. (Einar)
Á leit.is er ég kominn uppí 4. sæti þegar slegið er inn Einar, en ég var í sæti númer 41 í október. Jibbííí. Listasafn Einars Jónssonar og EJS eru fyrir ofan mig á leit.is en á Google er þessi blessaði Norski skíðakappi í efsta sæti. Ég er þó kominn upp fyrir Einar Diaz, baseball kappa.
Ég tók hins vegar eftir því (eftir að Katrín hafði bent á svipað dæmi) að Google myndaleitavélin finnur enga mynd af mér. Ég fletti einhverjar 15 síður en fann enga mynd af mér. Þessi gaur var samt þarna, ég fann eina mynd af pabba og (af einhverjum ástæðum var Svartifoss. Svartifoss!!! en engin mynd af mér. Ég ætla því að breyta svipuðu ráði og Katrín og biðja alla um að smella hér -> Einar. Þetta er ég, þreyttur, þunnur og ógreiddur á sunnudagskvöldi.
Crash
Ég fékk í dag hringingu frá Aco Tæknivali og fékk loks þær fréttir, sem ég hafði óttast undanfarið. Harði diskurinn minn er algerlega ónýtur.
Fyrir jól ætlaði ég nefnilega að setja inn nýjan disk í tölvuna mína, svo ég gæti klárað að setja alla geisladiskana mína inná einn harðan disk með MP3 skrám. Mitt í þessu brambolti tókst mér að eyðileggja upphaflega diskinn úr tölvunni. Það er einmitt sá diskur, sem innihélt öll þau gögn, sem mér var annt um.
Þeir hjá Tæknivali eru að sögn búnir að reyna allt en ekkert gengur, svo ég verð að sætta mig við að öll gögnin eru týnd. Það þýðir að allur tölvupóstur síðustu fjögurra ára er horfinn. Auk tölvupóstins er svo heill hellingur, sem tapaðist. Allt frá ástarljóðum til hagfræðiritgerða. Það tekur smá tíma að komast yfir það að hafa týnt þessu öllu, því mér þykir mjög vænt um mörg þau email og margar þær skrár, sem ég hef safnað síðustu árin.
Ég er búinn að eyða kvöldinu í að sætta mig við þetta og reyna að endurbyggja hluti einsog símaskrár og slíkt. Þetta er nú meira vesenið. En maður lærir víst af reynslunni. Ég segi bara einsog Gummi Jóh: Tækinorð ársins verður BACKUP