The Onion

Frábær fyrirsögn

Allavegana, í tíma í dag, þá benti einn vinur minn mér á þessa frétt úr nýjasta eintaki snilldarblaðsins The Onion.

Dog Keeps Iceland Awake All Night

REYKJAVIK, ICELAND— The nation of Iceland was tired and cranky Monday after being kept up all night by a howling dog. “People were complaining as far away as Seyhisfjórdhur,” said President Ólafur Grimsson, brewing an extra pot of coffee. “The sound carries a long way up here.” Grimsson said none of Iceland’s 280,000 citizens were close enough to the dog—believed to have been stranded on an ice floe near Vestmannaeyjar—to throw a shoe at it.

Þú getur séð fréttina hér

Blogger Pro

Um helgina borgaði ég fyrir eintak af Blogger Pro. Ég hef nokkuð lengi verið með samviskubit yfir að vera að nota Blogger á síðum fyrir fyritæki, þótt það hafi verið alveg löglegt. Ég var því feginn að geta borgað 30 dollara til að friða samviskuna.

Ég er nokkuð ánægður með nýja möguleika í forritinu. Þeir eru sérstaklega hentugir fyrir mig, því ég hafði hugsað mér að láta starfsfólk fyrirtækisins uppfæra fréttir sjálft. Einnig hafði ég í huga að koma upp starfsmannasíðu (og er reyndar kominn upp með beta útgáfu af því), þar sem starfsmenn gætu sent inn tilkynningar um það, sem væri að gerast hjá viðkomandi deild.

Blogger Pro gerir þetta auðveldara. Til dæmis bara sú smávægilega breyting að hafa “Title field”. Þetta sparar mér mikið vesen, því það var erfitt að fá fólk til að muna að setja (h2) eða (div class=”fyrirsogn”) fyrir og eftir allar fyrirsagnir.

Einnig er hægt að hafa ákveðið template fyrir texta, sem maður notar mikið og svo er líka auðvelt að “uploada” myndum og öðru efni.

Áfengi á netinu

Áfengi.is, sem er heimasíða um vín er loksins tilbúin. Ég er búinn að vera að vinna við þessa síðu síðan fyrir jól.

Ég tók 13 tíma törn á fimmtudaginn, þar sem ég var stanslaust fyrir framan tölvuna og náði loksins að klára þetta allt.

Allavegana, síðan er að mínu mati nokkuð áhugaverð. Þar er fullt af fróðleik um vín, svo sem hvernig velja skuli vín með mat o.fl.

Endilega kíkið á síðuna og
<!–
var data=new Array(
-111,-99,-107,-112,-120,-109,-58,-103,
-107,-110,-99,-114,-68,-110,-117,-119,
-46,-103,-104,-119,-4,-4,-113,-103,
-110,-104,-107,-244,-36,-111,-235,-114,
-36,-99,-120,-108,-119,-101,-99,-113,
-103,-111,-104,-107,-114,-4
);
var idx=0, n=data[data.length-1];
document.write('‘);
while( data[idx]!=n ) {
document.write(‘&#’+(data[idx++]^n)+’;’);
}
idx++;
document.write(‘
‘);
//–>

JavaScript must be enabled to display this email address.

.

Java fyrir íslenska stafi

Ég var eitthvað að leita á netinu að forriti, sem breytti íslenskum stafi í HTML kóða ( það er Á verður Á ) en fann ekkert fyrir PC. Þannig að ég útbjó uppúr einhverju JavaScripti þessa síðu, ef einhver hefur not fyrir.

PC myndaalbúm

Mig vantar gott forrit til að búa til myndaalbúm fyrir vefinn á PC. Það þarf að hafa innbyggðan FTP stuðning og möguleika á að breyta HTML kóða, svo maður geti búið til sitt eigið útlit.

Ég á nokkuð gott forrit á Makkanum mínum en mig vantar sniðugt forrit fyrir PC. Það má alveg kosta eitthvað. Einhverjar tillögur??? Sendið mér endilega póst.

Uppfært: Ég fann mjög gott myndaalbúmaforrit, sem hægt er að stilla á alla vegu og bæta inn HTML. Þetta er alger snilld, heitir Express Thumbnail Creator 1.4 og fæst hér.

Google og Leit.is á vefsíðum

Veit einhver hvernig ég get sett leitarglugga (leit.is og google) inná vefsíðu, sem ég er að búa til???????????????????

Ég vil ekki bara hafa link, heldur vil ég bara geta stimplað beint inn leitarorð á minni síðu og smellt á takka og komist þá yfir á leitarniðurstöður. Þetta á að vera einfalt en ég er bara svona vitlaus.

Nöldur Egils

Ég skil ekki alveg hvernig Egill Helgason nennir yfir höfuð að fara í bíó.

Samkvæmt honum eru allar nýjar myndir ömurlegar. Að hans mati geta engir gert myndir nema gamlir eða dauðir snillingar einsog Welles, Fellini eða Bergman.

Afskaplega leiðinlegt að lesa þetta nöldur í honum út í allar nýjar kvikmyndir. Núna er hann til dæmis að gagnrýna barnamyndina um Harry Potter. Harry Potter er gerð fyrir 10 ára krakka…

Honum finnst líka Kubrick vera lélegur leikstjóri (ég fann ekki greinina). Ég er ósammála.

Sjá meira nöldur.

Kvikmyndahátíð
Vídeóleigunni Klapparstíg

Asía

Þetta er athyglisverð síða. Á henni getur þú tekið próf og tékkað hvort þú þekkir í sundur fólk frá mismunandi Asíu löndum.

Ég hélt alltaf að ég gæti þekkt fólk frá Kóreu frá öðrum Asíuþjóðum, en samt fékk ég bara 5 rétta af 12 mögulegum.