Half.com

Ég verð að segja eins og er að mér finnst Half.com vera einhver allra besta síðan á netinu. Ég er nokkuð lengi búinn að vera að leita að eintaki af uppáhaldsbókinni minni, sem er Quiet Flows the Don, eftir Mikhail Sholokov. Hún er nær alls staðar “out of print”. Mér tókst loksins að finna eitt eintak á half.com. Eintakið er notað, en það sést varla á bókinni. Og ofan á allt, þá kostaði hún bara 10 dollara, þrátt fyrir að hún væri “hard cover”. Hreinasta snilld.

Netscape

Ég var að ná mér í nýja Netscape vafrann og er ég mjög hrifinn. Sannarlega gríðarleg framför hjá Netscape. Ég vona nú bara að allir þeir, sem ennþá þrjóskast við að nota Netscape skipti yfir í útgáfu 6, því það er svo leiðinlegt að þurfa að skrifa fullt af aukakóða bara fyrir gamla Netscape.

Annars er athyglisvert að ég las í Chicago Tribune í gær að Netscape væri með um 20% hlutdeild á móti um 60% hjá Explorer. Á síðunni minni hefur Explorer um 95% af öllum heimsóknunum. Af hverju ætli það sé?

Net

Ég er núna kominn með “high speed internet access” í boði AT&T. Skál fyrir því!

Perl og CGI

Ég er búinn að eyða góðum tíma í dag í að grúska í Perl og CGI. Og niðurstaðan? Ég er búinn að fatta að ég veit ekkert í minn haus. Ég er farinn heim að sofa.