Net-drasl

Af einhverjum ástæðum þá get ég vafrað um allar síður heimsins nema eoe.is heima hjá mér. Það er ansi slæmt og því hef ég hvorki geta lagað útlit né sett neitt inn um helgina. Það er ekki fyrr en núna að ég er mættur á Kaffitár á mánudagsmorgni að ég get bloggað.

En þar sem ég er hérna mættur til að vinna, þá læt ég það nægja að setja inn þetta myndband. Vonandi að þeir hjá Hive lagi svo þetta mál, svo ég geti byrjað að sinna síðunni þar sem ég er komin með nett blogg-fráhvarfseinkenni eftir síðustu daga. Ég er ekki einu sinni búinn að segja ykkur hvaða stjórnmálaflokk ég ætla að kjósa.

En allavegana, hérna er myndbandið

Nei Hæ!

Úffffff! Ég er búinn að skipta um kerfi á þessari síðu. Ákvað í einhverju léttu flippi að skipta ekki bara um server, heldur einnig uppfærslu kerfi. Þess vegna er ég hættur í 5 ára ástarsambandi við Movable Type og núna farinn að nota WordPress. Það er eins gott að þetta virki vel.

Forgangurinn var að ná upp Liverpool blogginu, enda sú síða umtalsvert vinsælli en þetta blogg og er Liverpool bloggið nokkur veginn komið upp (það er, gamlar færslur eru komnar inn). Enn á eftir að laga útlit á báðum síðum og svo þarf ég að færa inn gamlar færslur á þessari síðu.

Þetta mun taka einhvern tíma, en ég get allavegana núna bloggað á nýjan leik. Húrra fyrir því!

UJ á MæSpeis

Jæja, til að halda þessu MæSpeis þema áfram hér á blogginu, þá verð ég auðvitað að plögga þriðju bestu MySpace síðunni á Íslandi (á eftir minni og Serrano auðvitað):

[Ungir Jafnaðarmenn á MySpace](http://www.myspace.com/ungir)

Þvílíkt samansafn af öðlingum er vandfundið á netinu. Ef þú ert jafnaðarmaður, þá sendir þú okkur auðvitað vinaboð á MySpace. Áfram UJ! 🙂

Serrano á MæSpeis

Hvað gerir piparsveinn í Reykjavík á föstudagskvöldi?

Jú, hann býr til [MySpace síðu fyrir veitingastaðinn sinn](http://myspace.com/serrano_is). Sumir búa til MySpace síðu fyrir [gæludýrin sín](http://www.myspace.com/pancakesprincess), en þar sem ég á engin gæludýr þá var Serrano besti kosturinn. Ég var til klukkan 2 í gærnótt að vinna í þessari merku síðu.

En annars þá er ekki neitt svakalegt markaðsplan á bakvið þessa MySpace síðu. Stefni ekki á að spam-a MySpace síður kúnna Serrano, heldur mun ég aðeins senda út tilkynningar ef eitthvað mjög spennandi er að breytast á Serrano. Og svo mun ég sennilega prófa að bjóða MySpace notendum uppá einhver voðalega flott tilboð einstaka sinnum.

En allavegana, núna getið þið allavegana orðið vinir [uppáhaldsveitingastaðar míns](http://www.myspace.com/serrano_is)!

Afmælisdagur

Af því að það er hálfleikur í Liverpool leik og ég hef ekkert til að blogga um:


Your Birthdate: August 17


You love being in love… so much so that it’s very hard for you to be single.
Unfortunately, it’s difficult for you to stay in love over time. Too many people intrigue you!
Only your true love will be able to keep you interested over time.

Number of True Loves You’ll Have: 1

Number of Times You’ll Have Your Heart Broken: 4

You are most compatible with people born on the 8th, 17th, and 26th of the month.

Það vill svo skemmtilega til að ég myndi akkúrat segja að ég hefði verið heart-broken 4 sinnum. Frábært að vera búinn að uppfylla þann kvóta.

Og ég á semsagt í vandræðum með að vera lengi í sambandi. SHOCK! HORROR!!

Ó, bravó fyrir þér, óskeikula internet ([via](http://snilldur.blogspot.com/2007/04/eldur-hva.html#links)).

Mæspeis ást

Ef þú ert ekki nú þegar búinn að sjá MæSpeis ástarsöguna, þá [verðurðu auðvitað að tékka á þessu](http://www.icomefromreykjavik.com/halli/2007/04/orleysi.html).

Magnað!

Já, og hérna er [prófíllinn hans](http://www.myspace.com/estebanrichmond)

Knut

Sko, ég er ekki beint þessi típa sem missir sig yfir litlum, sætum dýrum.

Eeeeen Knut er alveg búinn að heilla mig uppúr skónum.

Enda erum við líka MæSpeis [vinir](http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendid=77574207)

So it Goes

Ef þig hefur vantað tækifæri til að lesa Slaughterhouse Five, þá er [þetta ágætis tilefni](http://www.nytimes.com/2007/04/11/books/11cnd-vonnegut.html?ei=5090&en=fa0903aa5313fc8b&ex=1333944000&partner=rssuserland&emc=rss&pagewanted=all).

Þetta frá Vonnegut er gott (via [DaringFireball](http://daringfireball.net/linked/2007/april#thu-12-vonnegut_heller)):

>Nietzsche had a little one-liner on how to choose a wife. He said, “Are you willing to have a conversation with this woman for the next forty years?” That’s how to pick a wife.

* * *

Mæli með [þessari færslu hjá varaformanninum](http://agustolafur.blog.is/blog/agustolafur/entry/175233/).

* * *

Ég verð að játa það að ég sakna [Mengellu](http://mengella.blogspot.com/).

* * *

[Anna.is](http://anna.is/weblog/) er ein af mínum uppáhaldsbloggurum. Hún fjallar oft á alveg frábæran hátt um samskipti kynjanna. Til dæmis [hér](http://www.anna.is/weblog/2007/04/no_mans_land.html).

* * *

Hjá [Dlisted](http://dlisted.com/node/8582)

>Keith Richards has confessed that he threw a canary out the window, because it was bothering his hangover. The bird belonged to his bandmate, Ronnie Wood’s son. He said he was trying to lay down and the bird was making so much noise that he threw it out the window. Keith apparently thought the bird was an alarm clock.

Snillingur!