Net-drasl

Af einhverjum ástæðum þá get ég vafrað um allar síður heimsins nema eoe.is heima hjá mér. Það er ansi slæmt og því hef ég hvorki geta lagað útlit né sett neitt inn um helgina. Það er ekki fyrr en núna að ég er mættur á Kaffitár á mánudagsmorgni að ég get bloggað.

En þar sem ég er hérna mættur til að vinna, þá læt ég það nægja að setja inn þetta myndband. Vonandi að þeir hjá Hive lagi svo þetta mál, svo ég geti byrjað að sinna síðunni þar sem ég er komin með nett blogg-fráhvarfseinkenni eftir síðustu daga. Ég er ekki einu sinni búinn að segja ykkur hvaða stjórnmálaflokk ég ætla að kjósa.

En allavegana, hérna er myndbandið

12 thoughts on “Net-drasl”

  1. Ég lenti í sama veseni. Er með router frá Hive og er tölvan mín og vefþjónninn fyrir innan þennan router (á sama innra-neti).

    Þú getur leiðbeint tölvunni þinni á rétta ip-tölu með færslu í HOSTS skrá.
    Staðsetning á Windows : C:WINDOWSSYSTEM32DRIVERSETC4a7d3d609129a9296bf7ac0608c2097

    Bætir við línu sem yrði væntanlega á þessa leið (ip-tala host):
    192.168.?.? eoe.is

  2. Það eru tvær lausnir til á þessu ef þú ert hjá hive og ert að hýsa eoe.is sjálfur á bakvið routerinn..

    Hringdu í þá og segðu þeim að kveikja á fídusnum sem ég man ekki hvað heitir en virkar þannig að dns fyrirspurn sem skilar sér til baka á sömu ip-tölu virkar.
    Editaðu /etc/hosts skrána í makkanum þínum þannig að hún vísi á local ip-tölu eoe.is

  3. Ég er ekki að host-a þetta sjálfur. Þetta er geymt hjá host útí Bandaríkjunum (Ix webhosting).

    Sko, ég var í vandræðum með að sjá síðuna útaf name server breytingum og því breytti ég hosts skránni í Windows (gegnum Parallels). HIns vegar þá birtist síðan bæði í Mac OSX og Windows á laugardagsmorgunn.

    En svo datt hún aftur út.

    Ég kemst inná FTP á servernum, en ekki á síðurnar sjálfar í gegnum browser. Og það furðulega er að serrano.is er líka dottin út hjá mér þrátt fyrir að ég hafi ekki verið að breyta nafnaþjónum á henni, en hún er geymd hjá sama aðila.

  4. En ef þetta er eitthvað “cache atriði” hvernig get ég þá skoðað þessar síður á sömu tölvunni á Kaffitár?

  5. Þá er þetta cache atriði í nafnaþjóni einhversstaðar úti í heimi giska ég á.

    Semsagt nafnaþjónn sem þú notar heima hjá þér er ekki enn uppfærður eða illa uppfærður – prófaðu að setja manualt inn nafnaþjón í os x (network settings).

    t.d. 212.30.200.200 sem er nafnaþjónn hjá simnet.is

    hive er með nafnaþjóna:

    Aðalþjónn: 85.197.192.20 (ns1.hive.is)
    Varaþjónn: 85.197.192.21 (ns2.hive.is)

  6. Eg talaði við Hive og þeir eru sannfærðir um að host-nn uti se af einhverjum astæðum að blokka mina ip-tölu.

    Annars er eg að kommenta þetta i gegnum VNC. 🙂

  7. ég lenti í þessu sama með síðuna mína einu sinni…
    þá var búið að blokka ip-töluna mína hjá hýsingaraðilanum, en bara port 80 (þeir gátu ekki útskýrt afhverju…) þannig að ég komst inn á ftp þjóninn… en ekki síðuna sjálfa…

  8. Og hvernig leystir þú þetta vandamál, Árni?

    Þetta er semsagt einsog hjá mér – það er ég kemst inná ftp en ekki síðuna.

  9. ég sendi meil á hýsingaraðilan og gaf honum upp ip-töluna mína, ásamt notendanafni og vefsíðunni sem þeir voru að hýsa og benti þeim vinsamlegast á að taka þessa ip-tölu af bann listanum sínum…

Comments are closed.