Halló aftur

Krææææææst!

Smá breyting á server, sem átti ekki að taka nema nokkra klukkutíma endaði á því að taka 4 daga og kallaði á endalaust vesen og pirring.

En síðan er komin upp. Reyndar í tómu rugli, en það lagast. Er komin með Movable Type 3.2 og get ekki importað gömlu færslunum. Þær koma allar með einhverja fucked-up íslenska stafi (hefur einhver reynslu af þessu?).

Allavegana, ég ætla að koma síðunni í lag á næstu dögum og svo smám saman koma upp þeim hlutum, sem ég ætlaði að bæta við á nýjum server. Þetta verður allt mikið betra.

En núna er ég hins vegar fullkomlega uppgefinn. Þetta er búinn að vera erfið vika í öllum hugsanlegum merkingum þess orðs. Núna ætla ég að leggjast niður á sófann, klára Chow Mein-ið mitt og horfa á sjónvarpið. Ég á hvíldina skilið, sama hvað þið segið.

Embla.is

Embla er víst ný leitarvél, sem að okkar merki menntamálaráðherra opnaði fyrir einhverju síðan. Ég batt nokkrar vonir við að þetta yrði eitthvað skárra en leit.is. verð því miður að segja að ef að eitthvað er, þá held ég að þetta sé verri leitarvél en leit.is (uppfært (EÖE): ég er reyndar sannfærður núna um að hún sé betri en leit.is – það breytir ekki þeirri gagnrýni, sem hér fylgir)

Fyrir það fyrsta, þá heitir leitarvélin “Embla”, en á embla.is er hins vegar ferðaskrifstofa. Til að fara á Emblu, þarf maður því að fara á mbl.is/embla.

Ég tók nokkur tékk á leitarvélina og bar saman við leit.is

Prófaði fyrst leitarorðið “Serrano”. Á leit.is þá kemur serrano.is sem fyrsta niðurstaða einsog væri eðlilegt. Á emblu, þá kemur hins vegar serrano.is númer 11. Áður en að sú síða kemur upp koma nokkrar blogsíður, sem fjalla um Serrano. Sem betur fer, þá eru dómarnir jákvæðir, ólíkt því sem gerist þegar maður flettir upp Mcdonalds á Emblu eða Burger King.

(Þegar ég fletti í gegnum Serrano linkana rakst ég m.a. á þennan link þar sem ég er tilnefndur af ónefndum aðila sem Metró maður Íslands. Gríðarlegur heiður það.)

Ef ég ætla til dæmis að leita að Vesturbæjarlauginni, þá kemur mín eigin síða upp á leit.is, en á Emblu kemur umfjöllun Stefáns Pálssonar um laugina. Hvergi sést hins vegar heimasíða sjálfrar laugarinnar.

Í stuttu máli virðist þessi leitarvél vera alltof hrifin af bloggum, á kostnað þá þess sem bloggin eru að fjalla um. Ef ég skrifa færslu, sem heitir “Dominos er æði” þá er líklegt að sú færsla myndi verða hærra á listanum heldur en sjálf heimasíða Dominos. Ef mig vantar að panta pizzu á netinu (ef það er þá hægt), þá þyrfti ég að fara í gegnum 20 síður af bloggum um það hversu góðar eða vondar pizzurnar á þeim stað eru.

Ekki nógu gott. Ennþá eru engar leitarvélar, sem komast nálægt Google, jafnvel þegar að kemur að því að leita á íslenskum síðum. Mér er alveg sama þótt að leitarvélin “kunni íslensku” ef að niðurstöðurnar eru ekki nytsamlegar.

Breyting á server

Ég er að breyta um server á eoe.is og Liverpool blogginu. Því gætu þessar síður legið eitthvað niðri næstu daga.

Biðst velvirðingar á þessu. Vonandi gengur þetta fljótt yfir.

Akstur undir áhrifum

Ég elska Ask MeFi. Ég kíki þarna reglulega og les spurningar og svör, því þar eru oft milljón gagnlegir hlutir. Hérna er spurt [hvernig sé hægt að mæla það hvort maður sé of drukkinn til að keyra](http://ask.metafilter.com/mefi/22791). Eitt svarið:

>Look around the bar and look for attractive women. If you think every woman you see is at least kinda hot… you are too drunk to drive.

Alger snilld!

Bush og olían

Mér finnst þetta fyndið:

[Bush vows to eliminate U.S. dependence on oil by 4920](http://www.theonion.com/news/index.php?issue=4132).

Trúarbrögð

Er það ekki botninn á bloggi þegar maður setur inn internet könnun?

Jú, ég held það. En fokk it.

Samkvæmt [þessu prófi](http://quizfarm.com/test.php?q_id=10907) þá ætti ég að vera Búddisti. Maður svara spurningum og svo er hverri trú gefið skor. Svona leit þetta út hjá mér:

Buddism: 67%
Islam: 58%
Judaism: 58%
Paganism: 54%
Afnosticism: 54%
Satanism: 54%
Christianity: 46%
Hinduism: 46%
Atheism: 21%

Semsagt, ég ætti að vera Búddisti, Múslimi eða Gyðingur. Í raun allt annað en Kristinn. Ég ætti frekar að vera *djöfladýrkandi* heldur en Kristinn. Það þykir mér magnað. Sá ekki margar spurningar, sem ættu að benda til þessa. En ég vissi svosem að Kristnin myndi koma neðarlega. Hélt að Íslam yrði í fyrsta sæti, en Búddisminn kemur mér svosem ekkert á óvart.

Þegar ég var skiptinemi í Venezuela fyrir nokkrum árum, heimsóttum ég og vinur minn nokkrum sinnum mosku. Aðalástæðan fyrir því var að við nenntum ekki í skóla og moskan var svo nálægt húsinu okkar. Og jú, við vorum forvitnir. Eiginlega fannst mér flestallt, sem kallarnir töluðu um þar, passa nokkuð vel við mínar skoðanir. Reyndar snérust þær umræður líka um flest nema kvenfyrirlitningu og hryðjuverk, sem flestir tengja við Íslam í dag.

En allavegana, er ekki voðalega trendí að vera Búddisti? Ha?

Server mál

Ef þú veist eitthvað um server-mál lestu áfram. Ef ekki, þá er þetta afskaplega leiðinleg færsla.

Allavegana, ég er við það að gefast uppá server-num, sem þessi síða er hýst á. Serverinn er með Windows vefþjón, sem er fokking drasl. Ég gete ekki notað helminginn af þeim möguleikum, sem mér bjóðast varðandi Movabletype. Sérstaklega er ég í vandræðum með að nota lausnir, sem gera mér kleift að gera myndahluta þessarar síðu einfaldari í uppfærslum.

Þannig að ég er að leita að einhverjum, sem getur hýst þessa síðu fyrir mig. Það er eoe.is og Liverpool bloggið. Ég er auðvitað tilbúinn að borga sanngjarnt gjald fyrir. Ég vil fá afnot af hraðvirkum server, þar sem ég get sett þá hluti, sem eru nauðsynlegir í MT svo sem ImageMagick og fleira. Einnig *verður* XML-RPC að virka vel (það virkar ekki baun á Windows).

Ég þarf að hafa slatta af plássi, helst svona 1GB, svo ég geti sett inn mjööög mikið af myndum og fleira efni. Samtals fá þessir vefir um 2000 heimsóknir á dag og um 4000 flettingar. Ég á frekar von á að það aukist, heldur en að sú umferð minnki. Einstaka sinnum vil ég geta sett inn vídeó eða tónlist, sem gæti aukið umferð eitthvað.

Hefur einhver þarna úti getu til að taka þetta að sér, eða hefur einhver reynslu af góðum þjónustaðilum hérna heima eða útí heimi? Öll hjálp yrði gríðarlega vel þegin.

Ég þarf nörda-aðstoð

Ok, ég er með Firefox á Makkanum. Einsog einn lesandi Liverpool bloggsins benti mér á, þá birtast engir íslenskir stafir í Firefox á Makka. Þetta þrátt fyrir að síður einsog mbl.is og katrin.is birti íslenska stafi eðlilega.

Ég veit að þetta er eitthvað stillingaratriði í Firefox og hefur eitthvað með íslensku stuðning á Mac að gera. En víst að mbl.is og fleiri vefir virka, þá hlýt ég að geta gert eitthvað líka. Veit einhver hvað málið gæti verið? Vantar eitthvað í meta upplýsingar, eða er þetta eitthvað annað?

Öll hjálp mjög vel þegin 🙂

Viltu senda mynd af honum?

Ég hef verið með þessa síðu í fimm ár. Að undanförnu hafa heimsóknirnar aukist umtalsvert. Fyrir rúmu ári byrjaði ég á því að gefa upp MSN addressuna mína hér á síðunni. Það hefur orðið til þess að fullt af fólki hefur bætt mér inná MSN hjá sér og hef ég átt mörg skemmtileg samtöl við fólk, sem ég hefði annars aldrei talað við.

Stundum lendi ég þó í mjög súrealískum samtölum á MSN. Einhvern tímann í mars þá bætti ein manneskja mér inná MSN listann sinn og úr því varð þetta samtal. Ég tók út viðkvæmustu upplýsingarnar 🙂

18:38:32 ***@hotmail.com: hæjj?

18:38:54 einarorn77@hotmail.com: hæ?

18:39:01 ***@hotmail.com: :S

18:39:14 ***@hotmail.com: eg held að u þekkir mig
ekkert

18:39:51 ***@hotmail.com: eg var á google. com

18:39:56 einarorn77@hotmail.com: ok

18:40:17 ***@hotmail.com: og rakst á eikkað liverpool
blogg og sá mynd af þér og fannst u sætur

18:40:29 ***@hotmail.com: ertu á föstu

18:40:47 einarorn77@hotmail.com: eh, nei

18:41:07 ***@hotmail.com: okijj

18:41:12 ***@hotmail.com: :s

18:41:26 ***@hotmail.com: en ertu að græja það

með einkerri?

18:41:44 einarorn77@hotmail.com: "græja það með
einkerri"?  hvað þýðir

það á íslensku?

18:41:59 ***@hotmail.com: hvað spá i einhverja stelpu

18:42:16 einarorn77@hotmail.com: er maður ekki alltaf að

spá í einhverjum?

18:42:29 ***@hotmail.com: það er bara misjafnt held
eg

18:42:39 ***@hotmail.com: en erti hreinn sveinn:p

18:43:07 einarorn77@hotmail.com: ha?

18:43:11 einarorn77@hotmail.com: ég er 27 ára gamall

18:43:25 ***@hotmail.com: hehe já:p

18:43:32 ***@hotmail.com: hefuru þá ekki gert það:p

18:44:04 einarorn77@hotmail.com:

Continue reading Viltu senda mynd af honum?